Skellt í lás á leikdegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:00 Töluvert verður um lokanir vegna landsleiks Íslands og Nígeríu í dag. Vísir/samsett Mikil spenna ríkir meðal Íslendinga vegna leiks Íslands og Nígeru á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst klukkan 15 í dag. Fyrirtæki og stofnanir hyggjast í mörgum tilfellum hleypa starfsfólki sínu snemma heim vegna leiksins og því má víða búast við snemmbúnum lokunum nú síðdegis. En hvar verður lokað fyrir leik?Stéttarfélögin hætta snemma Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hyggjast hleypa starfsmönnum heim áður en leikur hefst, Sjóvá lokar klukkan 14 og VÍS klukkan 14:30. Þá mun fólk víða koma að lokuðum dyrum hjá stéttarfélögunum, hyggist það leita sér aðstoðar á leiktíma, en skrifstofur Rafiðnaðarsambands Íslands loka klukkan 13:30, BHM og sjóðir loka klukkan 14 og Báran stéttarfélag, Efling og VR klukkan 14:30. Þá hvetur hið síðastnefnda önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama.Efling lokar klukkan 14:30 í dag.VísirÁður hefur komið fram að Íslandsbanki og Landsbankinn muni loka vegna leiksins, sá fyrrnefndi klukkan 15 og sá síðarnefndi klukkan 14. Ekki fengust upplýsingar um það hvort Arionbanka yrði einnig lokað snemma svo gera má ráð fyrir því að þar gildi hefðbundinn lokunartími. Þá lokar Kvika banki dyrum sínum klukkan 15.Hlé gert á útkeyrslu hjá Póstinum Ýmsum verslunum verður einnig lokað vegna viðureignar Íslands og Nígeríu. Þar má nefna verslanir Geysis, Thors, Lundans og Fjallraven í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri, þar sem það á við. Verslun Pfaff við Grensásveg lokar klukkan 14 og verslun ProGastro í Ögurhvarfi í Kópavogi lokar klukkan 14:30. Þá lokar á afgreiðslustöðum og í þjónustuveri Póstsins klukkan 14:30 en tímabundið hlé verður gert á annarri starfsemi, þ. á m. útkeyrslu, sem hefst aftur klukkan 17:30.Útkeyrsla hefst aftur hjá Póstinum klukkan 17:30.Vísir/ErnirReykjavíkurborg tekur mið af leiknum Á vef Reykjavíkurborgar kemur auk þess fram að þjónusta verði með minnsta móti eftir klukkan 15 vegna leiksins. Ekki standi þó til að loka starfsemi á borð við sundlaugar og leikskóla, þó að foreldrar séu hvattir til að sækja börn sín fyrir leik í einhverjum tilvikum. Leikskólinn Laufásborg, sem er hjallastefnuleikskóli og ekki rekinn á vegum borgarinnar, hefur mælst til þess við foreldra að sækja börnin áður en klukkan slær 15. Matthildur L. Hermannsdóttir, leikskólastjóri Laufásborgar, sagði í samtali við Vísi að foreldrar hafi allir tekið vel í tillögu leikskólastjórnenda en að sjálfsögðu verði ekki skellt alfarið í lás ef einhverjir nái ekki í tæka tíð fyrir klukkan 15.Kringlugestir geta horft á leik Íslands og Nígeríu í sérstakri HM-stofu á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar.Vísir/VilhelmKringlan og Smáralind standa opnar Fiskistofa lokar auk þess klukkan 14, sama gildir um Gallerí Fold og skrifstofur Birtu lífeyrissjóðs sem loka klukkan 14:30. Þá verður Útlendingastofnun lokuð allan daginn vegna starfsdags en ekki kemur fram hvort lokunin tengist leiknum.Íbúar á höfuðborgarsvæðinu munu þó geta lagt leið sína í tvær stærstu verslunarmiðstöðvar landsins, Kringluna og Smáralind, á leiktíma en þar verður opnunartími með hefðbundnum hætti, frá 11-19 á báðum stöðum. Þá vekur Kringlan sérstaka athygli á HM-stofunni, sem opin er öllum Kringlugestum í rými þar sem verslunin Zara var áður til húsa. HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. 21. júní 2018 14:47 Íslendingar á HM verði að passa upp á skráningarkortið Embætti ríkislögreglustjóra minnir Íslendinga, sem sækja Rússland heim vegna HM í knattspyrnu, að halda vel utan um skráningarkortið (e. migration card) sem þeir fá við komuna til landsins. 21. júní 2018 07:53 HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Landsmenn byrja margir fyrr í helgarfríi vegna leiks Íslands klukkan þrjú á föstudaginn. Börn sótt fyrr í leikskóla, fyrirtækjum lokað fyrr og allir skrópa í klippingu. Varað er við töfum sem orðið gætu á umferð í borginni fyrir leikinn. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Mikil spenna ríkir meðal Íslendinga vegna leiks Íslands og Nígeru á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst klukkan 15 í dag. Fyrirtæki og stofnanir hyggjast í mörgum tilfellum hleypa starfsfólki sínu snemma heim vegna leiksins og því má víða búast við snemmbúnum lokunum nú síðdegis. En hvar verður lokað fyrir leik?Stéttarfélögin hætta snemma Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hyggjast hleypa starfsmönnum heim áður en leikur hefst, Sjóvá lokar klukkan 14 og VÍS klukkan 14:30. Þá mun fólk víða koma að lokuðum dyrum hjá stéttarfélögunum, hyggist það leita sér aðstoðar á leiktíma, en skrifstofur Rafiðnaðarsambands Íslands loka klukkan 13:30, BHM og sjóðir loka klukkan 14 og Báran stéttarfélag, Efling og VR klukkan 14:30. Þá hvetur hið síðastnefnda önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama.Efling lokar klukkan 14:30 í dag.VísirÁður hefur komið fram að Íslandsbanki og Landsbankinn muni loka vegna leiksins, sá fyrrnefndi klukkan 15 og sá síðarnefndi klukkan 14. Ekki fengust upplýsingar um það hvort Arionbanka yrði einnig lokað snemma svo gera má ráð fyrir því að þar gildi hefðbundinn lokunartími. Þá lokar Kvika banki dyrum sínum klukkan 15.Hlé gert á útkeyrslu hjá Póstinum Ýmsum verslunum verður einnig lokað vegna viðureignar Íslands og Nígeríu. Þar má nefna verslanir Geysis, Thors, Lundans og Fjallraven í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri, þar sem það á við. Verslun Pfaff við Grensásveg lokar klukkan 14 og verslun ProGastro í Ögurhvarfi í Kópavogi lokar klukkan 14:30. Þá lokar á afgreiðslustöðum og í þjónustuveri Póstsins klukkan 14:30 en tímabundið hlé verður gert á annarri starfsemi, þ. á m. útkeyrslu, sem hefst aftur klukkan 17:30.Útkeyrsla hefst aftur hjá Póstinum klukkan 17:30.Vísir/ErnirReykjavíkurborg tekur mið af leiknum Á vef Reykjavíkurborgar kemur auk þess fram að þjónusta verði með minnsta móti eftir klukkan 15 vegna leiksins. Ekki standi þó til að loka starfsemi á borð við sundlaugar og leikskóla, þó að foreldrar séu hvattir til að sækja börn sín fyrir leik í einhverjum tilvikum. Leikskólinn Laufásborg, sem er hjallastefnuleikskóli og ekki rekinn á vegum borgarinnar, hefur mælst til þess við foreldra að sækja börnin áður en klukkan slær 15. Matthildur L. Hermannsdóttir, leikskólastjóri Laufásborgar, sagði í samtali við Vísi að foreldrar hafi allir tekið vel í tillögu leikskólastjórnenda en að sjálfsögðu verði ekki skellt alfarið í lás ef einhverjir nái ekki í tæka tíð fyrir klukkan 15.Kringlugestir geta horft á leik Íslands og Nígeríu í sérstakri HM-stofu á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar.Vísir/VilhelmKringlan og Smáralind standa opnar Fiskistofa lokar auk þess klukkan 14, sama gildir um Gallerí Fold og skrifstofur Birtu lífeyrissjóðs sem loka klukkan 14:30. Þá verður Útlendingastofnun lokuð allan daginn vegna starfsdags en ekki kemur fram hvort lokunin tengist leiknum.Íbúar á höfuðborgarsvæðinu munu þó geta lagt leið sína í tvær stærstu verslunarmiðstöðvar landsins, Kringluna og Smáralind, á leiktíma en þar verður opnunartími með hefðbundnum hætti, frá 11-19 á báðum stöðum. Þá vekur Kringlan sérstaka athygli á HM-stofunni, sem opin er öllum Kringlugestum í rými þar sem verslunin Zara var áður til húsa.
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Tengdar fréttir Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. 21. júní 2018 14:47 Íslendingar á HM verði að passa upp á skráningarkortið Embætti ríkislögreglustjóra minnir Íslendinga, sem sækja Rússland heim vegna HM í knattspyrnu, að halda vel utan um skráningarkortið (e. migration card) sem þeir fá við komuna til landsins. 21. júní 2018 07:53 HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Landsmenn byrja margir fyrr í helgarfríi vegna leiks Íslands klukkan þrjú á föstudaginn. Börn sótt fyrr í leikskóla, fyrirtækjum lokað fyrr og allir skrópa í klippingu. Varað er við töfum sem orðið gætu á umferð í borginni fyrir leikinn. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á leikinn Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var algerlega úti að aka á blaðamannafundi Nígeríu áðan því hann sagði að sitt lið væri á útivelli því von væri á 20 þúsund Íslendingum á leikinn. 21. júní 2018 14:47
Íslendingar á HM verði að passa upp á skráningarkortið Embætti ríkislögreglustjóra minnir Íslendinga, sem sækja Rússland heim vegna HM í knattspyrnu, að halda vel utan um skráningarkortið (e. migration card) sem þeir fá við komuna til landsins. 21. júní 2018 07:53
HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma Landsmenn byrja margir fyrr í helgarfríi vegna leiks Íslands klukkan þrjú á föstudaginn. Börn sótt fyrr í leikskóla, fyrirtækjum lokað fyrr og allir skrópa í klippingu. Varað er við töfum sem orðið gætu á umferð í borginni fyrir leikinn. 21. júní 2018 06:00