Nei, það var ekki allt betra í gamla daga! Sigríður Pétursdóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk á mínum aldri talar um hvað allt hafi verið frábært þegar þau voru ung, hristi ég höfuðið svo duglega að við liggur að það hrökkvi af búknum. Ég tala nú ekki um þegar mín kynslóð kvartar yfir hvað unga fólkið sé miklir aumingjar, og að heilu kynslóðirnar séu handónýtar. Allt muni fara fjandans til, vegna þess að þeim sé ekki viðbjargandi. Fyrirgefið mér fjórtán sinnum, en ég veit ekki betur en það sé einmitt okkar kynslóð sem ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir heiminum. Auðvitað er nútíminn meingallaður, rétt eins og öll önnur tímabil mannkynssögunnar, og ég geri mér líka grein fyrir að fólk á mínum aldri hefur látið svona frá örófi alda. Heimur versnandi fer og allt það. Maður getur samt látið sig dreyma um að ranghugmyndum fækki þegar aðgengið að upplýsingum er orðið jafn gott og raun ber vitni. Stundum held ég að sumir af minni kynslóð hafi gjörsamlega misst minnið. Í það minnsta sjá þeir fortíðina í rósrauðum bjarma sem á lítið skylt við raunveruleikann. Sú var tíð að þeir sem voru með sérþarfir voru kallaðir aumingjar, gert var grín að þeim og jafnvel sparkað í þá. Sú var tíð að komið var fram við samkynhneigt fólk eins og það væri holdsveikt. Sú var tíð að flestir Íslendingar héldu að þeir sem væru með annað litaraft væru þeim óæðri. Sú var tíð að þegar ungar sálir hvísluðu um misnotkun var sussað á þær og þeim sagt að harka af sér. Sú var tíð að fólk trúði því að ef krakkaskammirnar væru hýddar yrðu þær að betri manneskjum. Sú var tíð að miklu fleiri börn drukknuðu, eða fóru sér að voða á annan hátt, því þá var engin umræða um öryggismál. Sú var tíð að ekkert þótti athugavert við að láta börn vinna erfiðisvinnu, þar til litlir líkamar þoldu ekki álagið, og útlimir og liðamót bólgnuðu. Sú var tíð að mataræði var svo fábrotið að börn fengu beinkröm og fleiri sjúkdóma. Sú var tíð að fáir kipptu sér upp við að börn keyptu sér landa og lágu kófdrukkin milli þúfna eftir sveitaböll. Sú var tíð að einungis fáir útvaldir gátu farið í framhaldsnám eða ferðast til annarra landa. Ég þarf varla að minna eldra fólk á hvernig það var að fara til tannlæknis fyrir nokkrum áratugum, eða keyra hringinn á holóttum malarvegum. Manni leið eins og innyflin væru að brjóta sér leið út úr líkamanum. Þetta unga fólk, sem sumir voga sér að kalla aumingja, vekur hjá mér von um betri framtíð. Það fær fimm stjörnu dóma í stærstu fjölmiðlum heims fyrir tónlist og myndlist, spilar fótbolta sem vekur aðdáun heimsbyggðarinnar, og býr til kvikmyndir sem fá á annað hundrað alþjóðleg verðlaun árlega. Það er í fremstu röð vísinda- og fræðimanna í fjölmörgum greinum, og vekur athygli fyrir góða framkomu og skörungsskap. Það sem mér þykir þó mikilvægast er að upp til hópa virðist það vera umburðarlyndara, víðsýnna og tillitssamara en við sem eldri erum. Sú hætta sem steðjar að heiminum er fyrst og fremst vegna valdhafa með gamaldags og úrelt viðhorf, eins og Trump, Pútín og Erdogan. Ef við verðum svo heppin að heimurinn lifi þá kynslóð af, verður hann vonandi í betri höndum hjá yngri og betur upplýstum kynslóðum.Höfundur er dagskrárgerðarmaður
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun