Röng ákvörðun Hörður Ægisson skrifar 22. júní 2018 10:00 Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Markaðshagkerfið á undir högg að sækja á Íslandi. Birtingarmynd þessa er með ýmsum hætti. Þrátt fyrir að tíu ár séu frá fjármálaáfallinu eru tveir af þremur stærstu bönkum landsins enn í eigu ríkisins – sumum þykir það reyndar ekki nóg – og þá mæta hugmyndir um aðkomu einkaaðila að fjármögnun á nauðsynlegri innviðauppbyggingu iðulega mótstöðu enda þótt öllum megi vera ljóst að ríkið hefur ekki bolmagn til að sinna allri fjárfestingarþörfinni. Að þessu leytinu til er Ísland um margt frábrugðið hinum Norðurlöndunum þar sem meiri hugmyndafræðilegur samhljómur er á hinum pólitíska vettvangi um að nýta kosti einkaframtaksins. Önnur afleiðing fjármálahrunsins, sem er einnig áhyggjuefni, birtist í lítilli og minnkandi þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er hverfandi og þá er bein hlutabréfaeign þeirra í skráðum félögum aðeins um fjögur prósent af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Hlutafjáreign heimila hefur ekki verið minni í að minnsta kosti sextán ár og hefur farið hlutfallslega lækkandi á síðustu árum samhliða endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar. Á árunum fyrir fjármálafallið 2008 átti almenningur að jafnaði á bilinu um 12 til 17 prósent af markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni. Víðast hvar erlendis fjárfesta heimili talsvert hærra hlutfall af sínum sparnaði í hlutabréfum en þekkist hér á landi. Lítil ásókn almennings í hlutabréfakaup, á sama tíma og ráðstöfunartekjur hafa hækkað verulega, endurspeglar ekki hvað síst lítið traust gagnvart hlutabréfamarkaðnum og fjármálageiranum almennt. Nýjustu mælingar Gallup sýna þannig að aðeins tæplega fimmtungur ber mikið traust til bankakerfisins. Þótt tortryggni í garð hlutabréfamarkaðarins sé sumpart skiljanleg í ljósi forsögunnar – og það muni taka enn lengri tíma að byggja upp traust – þá er rétt að hafa í huga að markaðurinn í dag á fátt sameiginlegt með þeim sem hrundi til grunna 2008. Fyrirtæki í Kauphöllinni eru flest innlend rekstrarfélög, lítið skuldsett og með sterkt eiginfjárhlutfall. Með nýafstöðnu alþjóðlegu útboði og skráningu Arion banka, þar sem Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor buðu til sölu að lágmarki fjórðungshlut, gafst færi á að auka verulega þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Ljóst er að talsverður fjöldi almennra fjárfesta – þeir sem buðu 15 milljónir eða minna – skráði sig fyrir hlut í útboðinu. Sú ákvörðun var hins vegar tekin af hálfu Kaupþings, þvert á væntingar, að skerða tilboð slíkra fjárfesta nánast að fullu og úthluta hverjum og einum aðeins hlut að jafnvirði um 170 þúsund króna. Þótt útboð bankans hafi almennt heppnast vel, eftirspurnin reyndist margföld og erlendir sjóðir keyptu megnið af bréfunum, þá gætir mikillar óánægju meðal innlendra fjárfesta með þá aðferðafræði sem var beitt við skerðingar í útboðinu. Ákvörðun um að úthluta stærri skerf í bankanum til almennra fjárfesta hefði ekki aðeins verið liður í að endurreisa tiltrú og traust almennings í garð hlutabréfamarkaðarins og bankakerfisins, heldur einnig markaðshagkerfisins sem slíks, sem mjög er sótt að um þessar mundir. Það tækifæri var hins vegar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum látið fara forgörðum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun