Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:10 Gylfi Þór Sigurðsson undirbýr sig að taka vítaspyrnuna. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira