Upp með hausinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. júní 2018 11:00 Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar töpuðu í gær fyrir Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Engin skömm er að því, nígeríska liðið er gott og firnasterkir leikmennirnir spila langflestir með feikisterkum evrópskum liðum. Til að ná sigri gegn slíku liði þarf hreinlega allt að ganga upp. Sú varð því miður ekki raunin í gær. Þegar horft var á leik Króatíu og Argentínu á fimmtudag varð ekki hjá því komist að bera íslenska liðið saman við hið argentínska. Nöfnin í því síðarnefnda eru mun stærri og þekktari. Með liðinu spilar sjálfur Lionel Messi, sem margir telja besta knattspyrnumann allra tíma. Við Íslendingar eigum líka okkar stórstjörnu, Gylfa Þór Sigurðsson. Hann er kannski enginn Messi, en hann hefur í ófá skiptin komið okkur Íslendingunum til bjargar á ögurstundu. Í leik Argentínu og Króatíu var augljóst að leikmenn Argentínu lögðu allt sitt traust á Messi. Þeir biðu hreinlega eftir því að Messi galdraði eitthvað úr engu. Svo fór að þeir þurftu að bíða í níutíu mínútur plús uppbótartíma og fram yfir lokaflaut því galdrarnir virtust tímabundið hafa yfirgefið snillinginn. Argentína tapaði 3-0. Þegar Messi tekst ekki að sýna sitt allra besta er engu líkara en hann sé latur. Auðvitað er hann það ekki, en stundum gengur hann í rólegheitum um völlinn, fórnar jafnvel höndum. Það geta snillingar leyft sér. Greyið litli töframaðurinn, honum hlýtur að vera illt í öxlunum að bera svo þungar byrðar fyrir hönd heillar þjóðar – þjóðar sem sannarlega lifir sig inn í það sem gerist á fótboltavellinum, allir sem einn að því er virðist. Íslenska liðið leitar sömuleiðis að Gylfa til að framkalla töfrana. Gylfi var venju samkvæmt góður gegn Nígeríu, en aldrei þessu vant þá klikkaði hann á ögurstundu – klúðraði víti. Gylfi okkar fer hins vegar alltaf fram með góðu fordæmi. Enginn í íslenska liðinu leggur harðar að sér en Gylfi, og gegn Nígeríu hljóp hann enn einu sinni lengst allra í liðinu. Gylfi fórnar fíngerðari leik sem honum er eðlislægur fyrir liðið. Í þau örfáu skipti sem Gylfi sýnir ekki sitt allra besta með landsliðinu er hreinlega ekkert hægt að skammast í honum, því við vitum að hann leggur sig alltaf allan fram þegar hann klæðist bláa búningnum. Meira er ekki hægt að biðja um. Hann hvetur liðsfélagana til dáða, færir þeim aukinn kraft. Enginn nýliði þorir að slá slöku við þegar hógværa stórstjarnan Gylfi hættir aldrei að hlaupa. Gylfi gefur tóninn, sem heimsbyggðin hefur hrifist af. Fáir hafa borið hróður Íslands víðar en Gylfi og strákarnir. Íslenska liðið á ennþá möguleika á að komast í næstu umferð. Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu og úrslit í leik Argentínu og Nígeríu að falla með okkur. Annað eins hefur nú gerst. Miði er möguleiki. Upp með hausinn, Gylfi og strákarnir.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun