Margir erlendir ríkisborgarar fá ekki húsaleigubætur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júní 2018 11:00 Um níu af hverjum tíu erlendum ríkisborgurum þiggja hvorki húsnæðisbætur né vaxtabætur hér á landi samkvæmt launakönnun Flóabandalagsins. Deildarstjóri hjá Íbúðarlánasjóði segir niðurstöðurnar sláandi og farið verði í að útbúa kynningarefni fyrir þennan hóp og leigusala. Um 86% þeirra sem svöruðu launakönnun Flóabandalagsins á pólsku sem gerð var á síðasta ári sögðust hvorki þiggja húsnæðisbætur né vaxtabætur. Una Jónsdóttir deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðarlánasjóði segir að aðstæður erlendra ríkisborgarar á leigumarkaði hér á landi séu bágbornar. „Það er í raun og veru sláandi að sjá hversu lágt hlutfall erlendra ríkisborgara þiggja húsnæðisbætur. Getur verið vísbending um að þau séu ekki nægilega upplýst um réttindi sín hér á landi.“ segir Una Jónsdóttir.Mikilvægt að fræða þennan hóp Una segir að mjög margir erlendir ríkisborgarar hafi flutt til landsins á síðasta ári en aðfluttir umfram brottflutta hér á landi hafi verið átta þúsund meðan mannfjöldaaukningin var um tíu þúsund. Mikilvægt sé að fræða þennan hóp um réttindi sín. „Þannig að við teljum mikilvægt að miðla upplýsingum til leigjenda svo menn séu vel upplýstir um réttindi sín og skyldur á leigumarkaði. Það stendur til að útbúa kynningarefni fyrir leigutaka og leigusala. Svo allir séu upplýstir um gildandi leikreglur,“ segir Una. Una segir að ekki hafi verið reiknað út af hversu miklum fjármunum erlendir ríkisborgarar verði af vegna þessa en það verði gert í framhaldinu „Í takt við nýtt hlutverk Íbúðarlánasjóðs þá stendur til að komast til botns í þessu máli,“ segir Una í lokin. Húsnæðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira
Um níu af hverjum tíu erlendum ríkisborgurum þiggja hvorki húsnæðisbætur né vaxtabætur hér á landi samkvæmt launakönnun Flóabandalagsins. Deildarstjóri hjá Íbúðarlánasjóði segir niðurstöðurnar sláandi og farið verði í að útbúa kynningarefni fyrir þennan hóp og leigusala. Um 86% þeirra sem svöruðu launakönnun Flóabandalagsins á pólsku sem gerð var á síðasta ári sögðust hvorki þiggja húsnæðisbætur né vaxtabætur. Una Jónsdóttir deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðarlánasjóði segir að aðstæður erlendra ríkisborgarar á leigumarkaði hér á landi séu bágbornar. „Það er í raun og veru sláandi að sjá hversu lágt hlutfall erlendra ríkisborgara þiggja húsnæðisbætur. Getur verið vísbending um að þau séu ekki nægilega upplýst um réttindi sín hér á landi.“ segir Una Jónsdóttir.Mikilvægt að fræða þennan hóp Una segir að mjög margir erlendir ríkisborgarar hafi flutt til landsins á síðasta ári en aðfluttir umfram brottflutta hér á landi hafi verið átta þúsund meðan mannfjöldaaukningin var um tíu þúsund. Mikilvægt sé að fræða þennan hóp um réttindi sín. „Þannig að við teljum mikilvægt að miðla upplýsingum til leigjenda svo menn séu vel upplýstir um réttindi sín og skyldur á leigumarkaði. Það stendur til að útbúa kynningarefni fyrir leigutaka og leigusala. Svo allir séu upplýstir um gildandi leikreglur,“ segir Una. Una segir að ekki hafi verið reiknað út af hversu miklum fjármunum erlendir ríkisborgarar verði af vegna þessa en það verði gert í framhaldinu „Í takt við nýtt hlutverk Íbúðarlánasjóðs þá stendur til að komast til botns í þessu máli,“ segir Una í lokin.
Húsnæðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira