Útsofinn Birkir segir strákana okkar í bullandi séns Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 24. júní 2018 12:30 Birkir Bjarnason átti erfiðan dag á skrifstofunni á móti Nígeríu. vísr/vilhelm Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands, bar höfuðið hátt þegar að hann ræddi við fjölmiðla á æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær, daginn eftir tapið gegn Nígeríu í Volgograd. Þrátt fyrir að hlaupa úr sér lifur og lungu þurftu strákarnir okkar að sætta sig við 2-0 tap sem þýðir að ekki einu sinni sigur gegn Króatíu tryggir sæti Íslands í 16 liða úrslitum. Birkir átti auðvelt með að leggjast á koddann þegar heim var komið í gærkvöldi en okkar menn flugu rakleiðis til Kabardinka eftir að leik lauk í Volgograd.Lokaflautið var erfitt.vísir/vilhelmÞeir voru gríðarlega góðir „Ég svaf miklu betur núna en eftir Argentínuleikinn. Ég veit ekki af hverju það er. Mér líður bara ágætlega,“ segir Birkir sem lagði allt í verkefnið í ríflega 30 stiga hita. Það var ekki auðvelt. „Það var náttúrlega erfitt en við erum búnir að vera hérna í miklum hita í svolítinn tíma. Við erum kannski aðeins búnir að venjast hitanum en miðað við hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik var þetta mjög erfitt,“ segir Birkir. Íslenska liðið fékk á sig fyrsta markið úr skyndisókn sem kom upp úr föstu leikatriði. Það er eitthvað sem er óvanalegt að sjá til íslenska liðsins. Áttar Birkir sig á hvar leikurinn tapaðist? „Það er erfitt að segja til um. Ég er ekki búinn að sjá leikinn aftur. Þeir komast í skyndisókn eftir fast leikatriði frá okkur sem við erum ekki vanir að gera. Við erum vanir að loka á þetta og klára sókninar okkar. Svo voru Nígeríumenn bara gríðarlega góðir. Þetta var vel gert hjá þeim,“ segir Birkir.Birkir fær hér að finna fyrir því á móti Nígeríu.vísri/vilhelmErum með sterkt lið „Það var gríðarlega svekkjandi að tapa þessu en það eru þrír dagar í næsta leik þannig að við verðum að gleyma þessum leik og undirbúa okkur fyrir þann næsta eins vel og við getum.“ Þrátt fyrir að örlögin séu úr höndum strákanna getur liðið enn komist áfram svo framarlega að það vinni Króatíu. Því munu íslensku strákarnir berjast til síðasta blóðdropa. „Við erum enn í bullandi séns. Allt getur gerst. Við þekkjum þetta króatíska lið inn og út. Við unnum það síðast og verðum að gera það aftur. Það verður erfitt en við erum sjálfir með gríðarlega sterkt lið og erum með mikið sjálfstraust og ætlum okkur að vinna,“ segir Birkir Bjarnason.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira