Órói innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 19:50 Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga. Lögreglumál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Mál lögregluþjóns sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisbrot liggur þungt á mörgum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru. Að sögn lögreglustjóra þarf eitthvað nýtt að koma fram í málinu svo unnt sé að taka það upp að nýju. Á árunum 2009-2013 var umræddur lögregluþjónn nokkrum sinnum kærður fyrir kynferðisafbrot. Þá hafa þrjár stúlkur stigið fram í fjölmiðlum og greint frá meintu ofbeldi. Málið hefur verið til umfjöllunar að undanförnu í framhaldi af því að fyrir nokkrum vikum þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu á heimili einnar stúlkunnar. Mannlíf greindi fyrst frá og þá hefur Stundin einnig fjallað um málið. Svo vildi til að rannsóknarlögreglumaðurinn sem sendur var á vettvang var sá sami og stúlkan hafði kært fyrir kynferðisbrot nokkrum árum áður. Annar lögreglumaður var að endingu fenginn í verkefnið eftir að móðir stúlkunnar útskýrði fyrir lögreglu hvernig í pottinn væri búið og tók skýrt fram að hann væri ekki velkominn á heimili mæðgnanna.Aldrei verið ákærður Það hefur sætt gagnrýni að á sínum tíma var manninum ekki vikið frá störfum á meðan rannsókn stóð yfir en starfar ennþá hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu yrði honum vikið frá störfum. Samkvæmt svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var það ákvörðun ríkislögreglustjóra að víkja manninum ekki úr starfi og hefur ríkislögreglustjóri gert grein fyrir þeirri ákvörðun opinberlega. Þar sem rannsóknin leiddi ekki til ákæru og maðurinn aldrei verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gæti embættið átt yfir höfði sér skaðabótakröfu, yrði honum vikið frá störfum nú. Lögreglan á Akranesi fór með rannsóknina á sínum tíma þar sem hún beindist að starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Saksóknari lét málið aftur á móti niður falla. Það er nú til skoðunar hjá sérstakri nefnd um eftirlit með lögreglu og eftir því sem fréttastofa kemst næst verður það tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal en sendi þess í stað skriflegt svar.Fréttablaðið/ErnirEitthvað nýtt þurfi að koma fram Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja með það innan lögreglunnar að málið hafi ekki verið tekið fastari tökum strax í upphafi. Þá eru einhverjir uggandi yfir því að hann starfi yfir höfuð ennþá hjá embættinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag en það var Stefán Eiríksson sem var lögreglustjóri þegar umrædd mál voru til rannsóknar. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Sigríður þó að þegar málum sé lokið í rannsókn og þau leiði ekki til ákæru þurfi eitthvað nýtt að koma fram eða líklegt að eitthvað nýtt komi fram til að unnt sé að taka þau upp að nýju. Þá segir hún aðspurð að engar kvartanir hafi borist embættinu vegna umrædds lögreglumanns síðan haustið 2014, hvorki af hálfu starfsmanna lögreglunnar né skjólstæðinga.
Lögreglumál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira