Þetta króatíska lið getur farið alla leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júní 2018 09:00 Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands. Vísir/Getty Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, fór fögrum orðum um næsta andstæðing Íslands, Króatíu, á blaðamannafundi fyrir æfingu landsliðsins í Kabardinka í gær. Íslenska landsliðið ferðaðist til Rostov við Don í gær en Ísland mætir Króötum þar á þriðjudaginn í lokaleik D-riðilsins. Ísland er ekki lengur með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina en króatíska liðið er búið að koma sér upp úr riðlinum og getur því leyft sér að hvíla lykilleikmenn og þá sem eru á hættusvæði vegna spjalda. Verður þetta fimmta viðureign liðanna á síðustu fimm árum en til þessa hefur Ísland unnið einn leik, Króatía tvo en einum lauk með markalausu jafntefli. Hefur Ísland aðeins skorað eitt mark í leikjunum fjórum en Ísland þarf líklegast að skora einhver mörk á morgun til að halda lífi. „Við höfum spilað oft gegn þeim á síðustu árum og þekkjum þá vel, þeir eru með frábæran hóp og byrjunarliðið er gríðarlega sterkt. Þeir eru komnir áfram og það er talað um að þeir ætli að hvíla leikmenn en það hefur ekki mikil áhrif á gæðin,“ sagði Kári og hélt áfram: „Þeir eru með mikil gæði í öllum leikmannahópnum, á bekknum eru menn sem koma úr stórliðum. Þeir munu verða gríðarlega erfiðir andstæðingar þó að einstaklingsgæðin muni kannski aðeins minnka.“ Kári bjóst við því að þeir gætu farið alla leið í úrslitaleikinn og unnið mótið. „Þeir eru með ógnvænlegt lið á pappírnum, mikið af stórstjörnum sem geta unnið hvaða andstæðing sem er á sínum degi. Ég hef lítið velt því fyrir mér en þeir eiga vissulega möguleika á að vinna mótið,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00 HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30 Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Háttvísistig gætu komið Íslandi áfram í 16 liða úrslit HM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur örlögin ekki í eigin höndum þegar lokaumferð D-riðilsins á heimsmeistaramótinu verður leikin. 25. júní 2018 08:00
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30
Perú án sinnar skærustu stjörnu í lokaleiknum Perú er úr leik á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir. 25. júní 2018 07:30
Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Kári Árnason og félagar í íslenska landsliðinu eru meðvitaðir um styrkleika Króata, næstu andstæðinga Íslendinga á HM. 25. júní 2018 07:30