„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 11:04 Það var létt yfir þeim Heimi Hallgrímssyni og Aroni Einari Gunnarssyni á blaðamannafundinum í Rostov í dag. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. Samningur Heimis nær fram yfir heimsmeistaramótið en hvað gerist svo er óvíst. Heimir sat fyrir svörum ásamt Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða á blaðamannafundi landsliðsins í Rostov í dag. „Hörður Snævar, hjá Bleikt og blátt,“ sagði einn af rúmlega tuttugu fjölmiðlamönnum sem fylgt hafa íslenska liðinu eftir hvert fótmál undanfarnar tvær vikur og tveimur dögum betur. Aron Einar var spurður út í hvernig honum gengi að ná sér eftir leikina, hvernig endurheimtin gengi. Aron Einar náði varla að koma upp orði því hann skellti endurtekið upp úr. Létt yfir mönnum og Heimir brosti líka. Fyrir þá sem ekki vita var Bleikt og blátt erótískt tímarit sem gefið var út árum saman á Íslandi. Þótti það umdeilt ekki síst í ritstjórn Séra Davíðs Þórs Jónssonar, prests í Laugarneskirkju. Rostov er vettvangurinn þar sem Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn.Vísir/Vilhelm Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa brugðið á leik á blaðamannafundum, íslenska þjálfaranum og leikmönnum til gamans. Líklega sýnist sitt hverjum um uppátækið. Blaðamenn hafa meðal annars kynnt sig sem fulltrúa Skinfaxa, Lögbirtingablaðsins en brandarann má mögulega rekja til kvikmyndarinnar Notting Hill, með Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. Þar kynnir bókasalinn Hugh Grant sig sem blaðamann Horse and Hound magazine þegar á þarf að halda. Heimir og Aron fóru um víðan völl á blaðamannafundinum í dag. Ljóst er að þeir eru einbeittir fyrir leikinn á morgun. Segist Heimir vonast eftir góðum leik sem geri íslensku þjóðina stolta. Hvort leikurinn verði sá síðasti undir hans stjórn sé eitthvað sem hann sé ekki að pæla í. Þegar blaðamannafundinum lauk og Aron Einar og Heimir stóðu upp sagði Eyjapeyinn:„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“Salurinn hló, í það minnsta þeir sem tala íslensku.„Ef þú ferð úr að ofan,“ svaraði Hörður Snævar.Fyrirliðinn @ronnimall hló dátt að Bleikt og Blátt-sprellinu. pic.twitter.com/axFb3uFo54— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 25, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira