Möguleikar Íslands í kvöld: Erfitt að þurfa að treysta á Argentínu Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 08:30 Það eru allar líkur á því að Messi velji sig í liðið. vísir/vilhelm Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Strákarnir okkar eru í erfiðri stöðu á HM 2018 í fótbolta fyrir lokaumferð D-riðils í kvöld en þeir mæta Króatíu í Rostov við Don klukkan 21.00 að rússneskum tíma. Ef Ísland ætlar áfram þarf liðið að vinna Króatíu í kvöld og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Það gæti reynst banabiti Íslendinga því Argentínumenn eru ekki líklegir til afreka og Nígería má ekki vinna. Argentínska liðið er gjörsamlega í molum eftir að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum og hefur skuldinni nánast allri verið skellt á þjálfarann Jorge Sampaoli. Leikmenn hafa óskað eftir því að hann verði rekinn og hann missir starfið þegar HM er lokið. Argentínskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmenn vilji sjálfir velja byrjunarliðið en þeir Lionel Messi og Javier Mascherano eiga að sjá um það. Allt saman mjög eðlilegt á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hér að neðan eru möguleikar Íslands í kvöld en allir taka mið af því að Ísland vinni Króatíu enda fer liðið ekki áfram nema að vinna leikinn.Fagna þessir í Rostov við Don í kvöld?Vísir/VilhelmStaðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Nígería 3 (2-2) 3. Ísland 1 (1-3) 4. Argentína 1 (1-4)Ef að Nígería vinnur Argentínu í kvöld er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu. Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif. Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30 Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Strákarnir eiga von á góðum stuðningi frá heimamönnum Það er alveg klárt að Ísland mun fá meiri stuðning en Króatía í leik liðanna í Rostov við Don í kvöld. 26. júní 2018 07:30
Þjóðin þarf að bíða í ofvæni í tvær vikur eftir Heimi ef Ísland fer ekki áfram í kvöld Erum við að horfa upp á síðasta leik Heimis Hallgrímssonar í kvöld? 26. júní 2018 08:00