Íslenskir tónleikahaldarar hljóta styrk Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2018 06:00 Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson halda úti tónleikastaðnum Havarí sem hlaut styrk í ár. fréttablaðið/valli Norræni menningarsjóðurinn hefur úthlutað styrkjum í svokallaðri Púls-áætlun. Um er að ræða styrki til skipuleggjenda tónleika og hljóta að þessu sinni tíu íslenskir skipuleggjendur styrkinn. „Norræni menningarsjóðurinn er að gera þetta til að byggja upp tónlistarstaði á Norðurlöndunum og stuðla að því að tónleikastaðir geti almennt bókað fleiri bönd af Norðurlöndunum. Þetta opnar á möguleikann á að fá bönd af öllum stærðargráðum til landsins að spila, ekki bara þau stærstu eins og vill oft verða,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Þetta er gert þannig að skipuleggjendur sækja um með sinn tónleikastað – þeir gera fjárhagsáætlun, setja upp dagsetningar og hvaða tónleika þeir ætla að halda – og svo ef þeir komast inn borgar sjóðurinn 50 prósent. Staðirnir sjálfir sjá svo um að greiða rest. Þannig að þetta er mjög veglegt.“ Styrkirnir eru í heild 4,8 milljónir danskra króna og dreifast þeir í ár á 62 skipuleggjendur um öll Norðurlöndin. Verkefnið hefur vaxið töluvert á milli ára – til að mynda hér á landi.Eistnaflug hljóta styrkinn í ár, en hátíðin var sú eina til að hljóta hann á síðasta ári.„Við vorum með þetta í fyrra og þá var Eistnaflug eini skipuleggjandinn sem fór inn í þetta prógramm en núna í ár smöluðum við saman fullt af tónleikastöðum alls staðar að af landinu og tíu þeirra komust í gegn. Þannig að nú eru tíu tónleikastaðir komnir í gegn og fá helming af kostnaði við að fá norræna listamenn til landsins greiddan.“Norrænn þríhyrningur um landið Meðal skipuleggjenda sem hljóta styrkinn í ár eru Húrra í miðbæ Reykjavíkur, Græni hatturinn á Akureyri og Havarí í Berufirði. Þessir þrír staðir munu nýta styrkinn þannig að þeir norrænu listamenn sem koma til þeirra munu taka tónleikaferðalag á milli staðanna og þar með ná að stoppa við á Suður-, Austur- og Norðurlandi í sömu ferðinni – fara eins konar þríhyrning um landið. Eistnaflug, Myrkir músíkdagar og Iceland Airwaves eru þær íslensku tónlistarhátíðir sem hljóta styrkinn og munu því geta boðið upp á enn fjölbreyttara úrval efnilegs norræns tónlistarfólks á næstu hátíðum. Svo eru það Mengi, Iðnó, Salurinn og Norræna húsið sem hljóta veglega styrki en allir þessir skipuleggjendur hafa lengi boðið upp á tónleika frá norrænum, oft minna þekktum, listamönnum. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Norræni menningarsjóðurinn hefur úthlutað styrkjum í svokallaðri Púls-áætlun. Um er að ræða styrki til skipuleggjenda tónleika og hljóta að þessu sinni tíu íslenskir skipuleggjendur styrkinn. „Norræni menningarsjóðurinn er að gera þetta til að byggja upp tónlistarstaði á Norðurlöndunum og stuðla að því að tónleikastaðir geti almennt bókað fleiri bönd af Norðurlöndunum. Þetta opnar á möguleikann á að fá bönd af öllum stærðargráðum til landsins að spila, ekki bara þau stærstu eins og vill oft verða,“ segir María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur. „Þetta er gert þannig að skipuleggjendur sækja um með sinn tónleikastað – þeir gera fjárhagsáætlun, setja upp dagsetningar og hvaða tónleika þeir ætla að halda – og svo ef þeir komast inn borgar sjóðurinn 50 prósent. Staðirnir sjálfir sjá svo um að greiða rest. Þannig að þetta er mjög veglegt.“ Styrkirnir eru í heild 4,8 milljónir danskra króna og dreifast þeir í ár á 62 skipuleggjendur um öll Norðurlöndin. Verkefnið hefur vaxið töluvert á milli ára – til að mynda hér á landi.Eistnaflug hljóta styrkinn í ár, en hátíðin var sú eina til að hljóta hann á síðasta ári.„Við vorum með þetta í fyrra og þá var Eistnaflug eini skipuleggjandinn sem fór inn í þetta prógramm en núna í ár smöluðum við saman fullt af tónleikastöðum alls staðar að af landinu og tíu þeirra komust í gegn. Þannig að nú eru tíu tónleikastaðir komnir í gegn og fá helming af kostnaði við að fá norræna listamenn til landsins greiddan.“Norrænn þríhyrningur um landið Meðal skipuleggjenda sem hljóta styrkinn í ár eru Húrra í miðbæ Reykjavíkur, Græni hatturinn á Akureyri og Havarí í Berufirði. Þessir þrír staðir munu nýta styrkinn þannig að þeir norrænu listamenn sem koma til þeirra munu taka tónleikaferðalag á milli staðanna og þar með ná að stoppa við á Suður-, Austur- og Norðurlandi í sömu ferðinni – fara eins konar þríhyrning um landið. Eistnaflug, Myrkir músíkdagar og Iceland Airwaves eru þær íslensku tónlistarhátíðir sem hljóta styrkinn og munu því geta boðið upp á enn fjölbreyttara úrval efnilegs norræns tónlistarfólks á næstu hátíðum. Svo eru það Mengi, Iðnó, Salurinn og Norræna húsið sem hljóta veglega styrki en allir þessir skipuleggjendur hafa lengi boðið upp á tónleika frá norrænum, oft minna þekktum, listamönnum.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira