Hæstiréttur staðfestir dóm yfir fréttamönnum vegna Hlíðamálsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 16:18 Úr hæstarétti. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Héraðsdómur dæmdi nokkur ummæli ómerk og blaðamennina til að greiða mönnunum miskabætur. Þeir eru Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli íbúðin var sögð sérútbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Þeir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða, hvorum um sig, tólf og hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en úrskurðaði að Nadine skyldi greiða þeim samtals 1400 þúsund, Þórhildur greiði öðrum þeirra 100 þúsund en hinum 200 þúsund og Heimir Már og Stefán Rafn greiði mönnunum samtals hundrað þúsund krónur hvor. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn sem fyrr segir.Dóminn má lesa hér í heild sinni á vef Hæstaréttar.Uppfært 6. júlí 2018. Hér fyrir neðan má lesa dómsorð (mál nr. 729/2017): Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í kröfuliðum 3 og 19 í stefnu „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“. Ummæli í kröfuliðum 5, 9, 14 og 20 í stefnu „Samkvæmt heimildum [Frétta]blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisverka“. Ummæli í kröfuliðum 8, 13, 18 og 25 í stefnu „Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana“. Ummæli í kröfulið 26 í stefnu „Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar“. Ummæli í kröfulið 30 í stefnu „... en í fyrra tilfellinu var annarri þeirra nauðgað af bekkjarbróður hennar en seinni konunni var nauðgað af báðum mönnum í heimahúsi í Hlíðunum“. Ummæli í kröfulið 31 í stefnu „Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar, sem lögregla gerði upptæk“. Að öðru leyti eru stefndu sýknuð af ómerkingarkröfum stefnenda. Stefnda, Nadine Guðrún Yaghi, greiði hvorum stefnanda um sig, A og B, 700.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Heimir Már Pétursson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur Þorkelsdóttir, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur, greiði stefnanda, B, 200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð dóms þessa eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í Fréttablaðinu og á vefsvæðinu www.visir.is og gera grein fyrir þeim í útvarpsfréttum Bylgjunnar og sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Stefndu greiði óskipt stefnendum 900.000 krónur í málskostnað. Hlíðamálið Tengdar fréttir Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja manna gegn 365 Miðlum ehf. og fjórum fréttamönnum vegna umfjöllunar um Hlíðamálið svonefnda. Héraðsdómur dæmdi nokkur ummæli ómerk og blaðamennina til að greiða mönnunum miskabætur. Þeir eru Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli íbúðin var sögð sérútbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá og töldu þeir sig hafa orðið fyrir töluverðum miska vegna umfjöllunar um málið. Þeir kröfðust þess að fréttamönnunum yrði gert að greiða, hvorum um sig, tólf og hálfa milljón í miskabætur. Dómurinn féllst ekki á svo háa upphæð en úrskurðaði að Nadine skyldi greiða þeim samtals 1400 þúsund, Þórhildur greiði öðrum þeirra 100 þúsund en hinum 200 þúsund og Heimir Már og Stefán Rafn greiði mönnunum samtals hundrað þúsund krónur hvor. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn sem fyrr segir.Dóminn má lesa hér í heild sinni á vef Hæstaréttar.Uppfært 6. júlí 2018. Hér fyrir neðan má lesa dómsorð (mál nr. 729/2017): Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í kröfuliðum 3 og 19 í stefnu „Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana“. Ummæli í kröfuliðum 5, 9, 14 og 20 í stefnu „Samkvæmt heimildum [Frétta]blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisverka“. Ummæli í kröfuliðum 8, 13, 18 og 25 í stefnu „Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana“. Ummæli í kröfulið 26 í stefnu „Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar“. Ummæli í kröfulið 30 í stefnu „... en í fyrra tilfellinu var annarri þeirra nauðgað af bekkjarbróður hennar en seinni konunni var nauðgað af báðum mönnum í heimahúsi í Hlíðunum“. Ummæli í kröfulið 31 í stefnu „Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar, sem lögregla gerði upptæk“. Að öðru leyti eru stefndu sýknuð af ómerkingarkröfum stefnenda. Stefnda, Nadine Guðrún Yaghi, greiði hvorum stefnanda um sig, A og B, 700.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Heimir Már Pétursson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, greiði hvorum stefnanda um sig, 50.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 6. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur Þorkelsdóttir, greiði stefnanda, A, 100.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefnda, Þórhildur, greiði stefnanda, B, 200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. málslið 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2015 til 27. maí 2016 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð dóms þessa eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í Fréttablaðinu og á vefsvæðinu www.visir.is og gera grein fyrir þeim í útvarpsfréttum Bylgjunnar og sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Stefndu greiði óskipt stefnendum 900.000 krónur í málskostnað.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra Sjá meira
Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32