Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Henry Birgir Gunnarsson á Rostov Arena skrifar 26. júní 2018 20:07 Emil var eins og kóngur í ríki sínu í kvöld. vísir/getty Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. Strákarnir voru lengi vel mun sterkari en Króatar en skelfileg nýting á færum varð liðinu að falli. Það vantaði nefnilega ekkert upp á að strákarnir fengu færin í leiknum. Þeir voru grátlega nálægt því að tryggja sig inn 16-liða úrslitin á HM og mega vera stoltir af sinni frammistöðu.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Hannes gat lítið gert við fyrra marki Króata. Reyndi ekki mikið á hann en greip vel inn í er á þurfti að halda. Hefði getað gert betur í seinna marki Króatíu í leiknum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 8 Króatar komust lítið í gegnum hann. Kannski viljað sjá meira fram á við en steig vart feilspor og var gríðarlega traustur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 8 Ótrúlega sterkur í vörninni og fór ekkert í gegnum hann. Fékk tvö hörkufæri eftir að Króatar skoruðu fyrra markið sitt en því miður náði hann ekki að nýta færin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 8 Kletturinn var frábær sem fyrr í kvöld. Hann og Sverrir náðu vel saman á heimavelli sínum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 7 Svolítið óöruggur á köflum en gaf ekkert. Vann marga skallabolta og skilaði sínu í föstu leikatriðunum.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 9 Spilaði eins og kóngur í kvöld. Það er þyngra en tárum taki að hann hafi gefið seinna markið eftir stórbrotna frammistöðu. Það núllar þó ekki út magnaðar 90 mínútur. Frábær á þessu móti.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Fyrirliðinn átti sinn besta leik í kvöld. Virkaði loksins almennilega í formi. Spilaði vel, öskraði menn áfram og var næstum búinn að skora í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 8 Alltaf duglegastur og sífellt að búa til. Steig á punktinn þó svo hann hafi klikkað síðast. Sýndi þá að hann er með ís í æðum með því að skjóta upp í þaknetið.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 7 Virkaði því miður ekki alveg heill heilsu. Gat ekkert í fyrri hálfleik en kom sterkur inn í þeim síðari.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Fékk blóðnasir snemma og varð aftur gamli, góði Birkir. Ótrúleg vinnsla og harka og betri fram á við en áður. Flottur leikur.Alfreð Finnbogason, framherji - 8 Æðislegur. Duglegur og láku af honum gæðin. Komst í fínt færi í fyrri og var ekki fjarri því að skora. Komst í þrju frábær sendingafæri í fyrri sem hann nýtti ekki. Heilt yfir samt frábær.Varamenn:Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Ragnar Sigurðsson á 70. mínútu) 6 Fékk úr litlu að moða.Albert Guðmundsson - (Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 85. mínútu) -Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 90. mínútu) -Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45