Emil baðst afsökunar á markinu: „Held ég hafi ekki misst boltann fyrir utan þetta“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júní 2018 21:46 Emil í leiknum í Rostov í kvöld vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Emil Hallfreðsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu í tapinu fyrir Króatíu í kvöld þar sem Ísland datt úr leik á HM í Rússlandi. Hann baðst afsökunar á því að hafa misst boltann undir lokin sem leiddi til sigurmarks Króata. „Mér leið ekki vel þegar það gerðist,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson í Rostov eftir leikinn. „Áttaði mig ekki alveg á þessu, fannst ég vera með hann og var búinn að vera með hann allan leikinn. Held ég hafi ekki misst boltann allan leikinn fyrir utan þetta.“ „Auðvitað svekkjandi að missa hann þarna en ég get hrósað Perisic líka fyrir ágætis slútt. Sorrý.“ „Þetta er mjög pirrandi og ég er alveg að hugsa um þetta, en svona er bara fótboltinn. Ef þú tekur enga sénsa þá kemstu ekkert áfram. Minn stíll er svona, ég vil spila boltanum.“ Króatar gerðu níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn en þeir voru öruggir áfram. Emil sagði það ekki endilega hafa hjálpað íslenska liðinu. „Vissum að þeir myndu hvíla nokkra en það var ekkert betra þannig séð. Þeir komu inn með ferskar lappir og voru með Modric ennþá sem er í heimsklassa. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en við sköpuðum okkur helling í dag.“ „En ég held við getum borið höfuðið hátt eftir þessa keppni samt sem áður.“ Argentína vann eins marks sigur á Nígeríu sem þýðir að ef Ísland hefði átt sigurmarkið en ekki Króatía hefðu það verið Íslendingar sem fylgdu Króötum í 16-liða úrslitn. Gerir sú staðreynd þessi úrslit meira svekkjandi? „Já, algjörlega. Það gerir þetta meira svekkjandi. Við reyndum að liggja á þeim í endan og vorum opnari en við reyndum eins og við gátum. Vorum orðnir smá þreyttir í endan sem var eðlilegt, en því miður fór þetta eins og þetta fór.“ Emil var að lokum spurður að því hvort hann myndi spila annað stórmót fyrir Ísland eða hvort hann væri farinn að hugsa um það að hætta? „Ég er enn í hörku standi svo ég er ekki að pæla í neinu. Er ekki EM eftir 2 ár? Þjóðardeild og svo er Evrópukeppni, ég er ekkert að pæla í því að hætta. Samt eðlileg spurning og allt í góðu,“ sagði nokkkuð léttur Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37 Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45
Heimir um nýjan samning: Ég þarf að hugsa um þetta Heimir Hallgrímsson vísaði í gömul svör þegar hann var spurður um framtíð sína sem landsliðsþjálfari. 26. júní 2018 20:37
Gylfi: Við viljum halda Heimi Gylfi Þór Sigurðsson segir vonbrigðin óneitanlega mikil eftir að Ísland féll úr leik á HM í knattspyrnu. 26. júní 2018 21:09