Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts, sem lokaði í fyrra. Vísir/Stefán Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00