Cristiano Ronaldo og Leo Messi geta mæst í átta liða úrslitunum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:30 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira