Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:00 Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum. Donald Trump NATO Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með embættismönnum þar sem kynnt var fyrir nefndinni hvernig íslensk stjórnvöld hafa brugðist við aðskilnaði barna frá foreldrum í hælisleit við suður landamæri Bandaríkjanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa fengið skýra mynd af málinu og íslensk stjórnvöld hafi brugðist við af fullri getu. „Íslensk stjórnvöld gerðu það. Þau sýndu það og komu því á framfæri að það væri auðvitað krafa á réttarríki sem byggja á frelsi, lýðræði og mannréttindum að setja velferð barna í fyrirrúmi. Þau skilaboð komust víða til skila frá íslenskum stjórnvöldum. Meðal annars frá utanríkisráðherra og forsætisráðherra,“ segir Áslaug Arna. Það sé ómannúðlegt samkvæmt alþjóðalögum og samningum og pólitískt ósamrýmanlegt að aðskilja börn og foreldra. Smári McCarthy og Logi Einarsson, fulltrúar Pírata og Samfylkingar í nefndinni, vilja hins vegar hvetja stjórnvöld til enn frekari viðbragða og lögðu fram bókun í nefndinni. „Þar sem við hvetjum forsætisráðherra til að nota NATO þingið 11. til 12. júlí til þess að taka þess mál upp og ræða þessa stöðu,“ segir Logi. Bæði hvað varðaði flóttafólk í Bandaríkjunum og í Evrópu, jafnvel í nágrannaríkjum. Það er ekki oft sem Alþingi eða íslensk stjórnvöld gagnrýna stjórnsýslu Bandaríkjastjórnar. Og það hefur sýnt sig að Donald Trump Bandaríkjaforseti bregst ekki alltaf vel við jafnvel þótt vinaþjóðir gagnrýni stefnu hans.Væri ástæða til að óttast að hann myndi á einhvern hátt refsa Íslendingum ef íslenski forsætisráðherrann færi að gagnrýna hann?„Ég veit það ekki. Gamalt máltæki segir „vinur er sá sem til vamms segir," og það skiptir máli að við látum í okkur heyra,“ segir Logi Einarsson. Að neðan má sjá bókun Smára og Loga í heild sinni:Leiðtogafundur NATÓ fer fram 11. - 12. júlí næstkomandi í Brussel en áhersla fundarins verður á náið samstarf þjóða þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Það er þó ekki hægt að tala um öryggi og stöðugleika án þess að minnast á þá sem að hafa þurft að flýja ógnir og óstöðugleika. Sjaldan hafa fleiri verið á flótta vegna stríðsátaka, ofsókna og umhverfisógnar.Síðustu vikur höfum við fengið fregnir af grófum brotum á réttindum barna og foreldra á flótta, fjölskylduaðskilnaði við landamæri og aðra misbeitingu. Með auknum straumi flóttafólks hafa sum okkar helstu samstarfsríki mætt vandanum með hörku og jafnvel grimmd í stað skilnings og ábyrgðar.Í stjórnarsáttmálanum segir að Ísland muni leggja sitt af mörkum til lausnar á flóttamannavandanum. Samfylkingin og Píratar hvetja því forsætisráðherra til að taka skýra afstöðu á leiðtogafundi NATÓ í Brussel og gagnrýna hvers kyns framferði er snýr að ómannúðlegri meðferð flóttafólks - sér í lagi brotum á réttindum barna á flótta.Íslensk stjórnvöld eiga að vera staðfastir talsmenn verndar barna á flótta og taka afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi, útlendingahatri og mismunun, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.Logi Einarsson, Samfylkingunni.Smári McCarthy, Pírötum.
Donald Trump NATO Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira