Bílaframleiðendur segja hundruð þúsunda starfa munu tapast með tollum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:17 Tollar á innflutta bíla munu að líkindum hækka bílverð í Bandaríkjunum. Þá eru tollar Trump á stál og ál líklegir til að auka kostnaðinn við innlenda framleiðslu. Vísir/EPA Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tvenn samtök bílaframleiðenda í Bandaríkjunum vara við því að hundruð þúsunda starfa í bílaiðnaðinum muni glatast ef Donald Trump forseti stendur við hótanir sínar um að leggja 25% verndartoll á innflutta bíla. Tollarnir muni einnig snarhækka verð á bílum og koma niður á þróun sjálfkeyrandi bíla. Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur nú að skýrslu um hvort að innflutningur á bílum skaði þjóðaröryggi landsins. Það eru rökin sem Trump notaði til þess að leggja verndartolla á innflutt stál og ál nýlega. Forsetinn hefur hótað því að leggja háa tolla á innflutta bíla í framhaldinu. Stórir bílaframleiðendur eins og Toyota, Volkswagen, BMW og Hyundai tilheyra samtökunum sem vara við tollunum nú, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Tollarnir muni skaða bílaframleiðendur og bandaríska neytendur. Þeir séu stærsta ógnin sem steðjar að bandarískum bílaiðnaði um þessar mundir. Framleiðendurnir telja að kostnaður við bíla og þar með verð myndi stórhækka. Þannig hefðu þeir úr minna fé til að fjárfesta í þróun sjálfkeyrandi bíla. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa þegar fullyrt að þeir séu tilbúnir að svara mögulegum bílatollum í sömu mynt, líkt og sambandið hefur þegar gert vegna verndartolla Trump á stál og ál.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02 ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14 Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Trump segir að Harley-Davidson verði skattlagt sem aldrei fyrr Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ákvörðun mótorhjólaframleiðandans Harley-Davidson að flytja framleiðslu sína fyrir Evrópumarkað frá Bandaríkjunum sé ígildi efnahagslegrar uppgjafar. 26. júní 2018 16:02
ESB tilbúið að svara mögulegum bílatollum Bandaríkjanna Bandaríkjaforseti hefur hótað 20% tollum á innflutta bíla frá Evrópu. 24. júní 2018 09:14
Harley-Davidson flytur framleiðslu frá Bandaríkjunum vegna tolla Framleiðsla fyrir Evrópumarkað verður færð frá Bandaríkjunum vegna tolla sem ESB setti á mótorhjólin til að svara verndartollum Trump forseta. 25. júní 2018 19:01