Tilkynning Ragnars kom öllum í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason á Keflavíkurflugvelli skrifar 27. júní 2018 21:09 Ragnar Sigurðsson fagnar með stuðningsmönnum eftir jafnteflið gegn Argentínu í Moskvu. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Ragnar Sigurðsson tilkynnti á Instagram í dag að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Ragnar setti færsluna í loftið um það leyti sem landsliðið flaug til Íslands frá Kaliningrad í Rússlandi síðdegis í dag og virðist hafa komið öllum að óvörum. Reyndustu leikmenn landsliðsins sátu fremst í vélinni og svo þeir reynsluminni aftar. Þar fyrir aftan starfsfólk KSÍ og aftast íslenskir fjölmiðlamenn. Töluverður erill var um vélina þar sem salerni eru fremst og aftast. Allir þeir starfsmenn og þjálfarar sem blaðamenn Vísis ræddu við í vélinni höfðu ekki heyrt af tilkynningu Ragnars og hún kom þeim á óvart. Aron Einar Gunnarsson tilkynnti á Instagram í gær að Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir með landsliðinu. Kári segist ekki munu gefa út neina yfirlýsingu þess efnis en telur ekki ólíklegt að hann hafi spilað sinn síðasta leik. Þeir eru fæddir árið 1982 og því 36 ára á árinu, aldursforsetar liðsins. Emil Hallfreðsson er fæddur árið 1984, 34 ára, en segist svo sannarlega ekki vera hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Það kom því mjög á óvart þegar Ragnar, fæddur árið 1986, tilkynnti þetta á Instagram í dag. Hann spilaði í hjarta varnarinnar með Sverri Inga Ingasyni, framtíðarmiðverði landsliðsins, í gær í 2-1 tapinu gegn Króötum.Samherjar hjá FC Rostov Ragnar og Sverrir Ingi spila í vörninni hjá FC Rostov og var talið að þeir myndu standa vaktina saman í vörninni næstu árin. Ekki amalegt að geta teflt fram miðvarðarpari sem spilar saman vikulega. Nú er það í uppnámi en yngri menn banka sömuleiðis á dyrnar, svo sem Hólmar Örn Eyjólfsson sem var í leikmannahópi Íslands í Rússlandi. Landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:40 í kvöld eftir að hafa farið í lágflugi yfir Reykjavík. Leikmenn snæddu nautalund um borð og fóru beint í gegnum flugstöðina og upp í rútu en efnt verður til hófs þeim til heiðurs í Reykjavík í kvöld. Ekki náðist í Ragnar við komuna til Keflavíkur í dag þar sem landsliðsmenn fóru frá borði á undan fjölmiðlamönnum. Þá er samkomulag milli fjölmiðla og KSÍ um að fjölmiðlar ónáði ekki landsliðsmenn þegar þeir fljúga saman í landsliðsverkefnum. Félagar Ragnars í landsliðinu setja „like“ við færsluna, leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Alfreð Finnbogason svo einhverjir séu nefndir. Albert Guðmundsson segist hissa með þar til gerðum emoji-kalli og Eiður Smári Guðjohnsen segir „respect“. What a ride we’ve had for a long time now.. We wanted more out of this World Cup but fortune was not on our side. It’s been an honor to play for my country with my friends, with all the success we’ve had. Now it’s time for some young guns to take over the defence. Big thanks to everyone involved on this amazing journey #fyririsland A post shared by Ragnar Sigurðsson (@sykurson) on Jun 27, 2018 at 9:26am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira