Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 22:35 Það væri synd að segja að veðrið hafi leikið við íbúa á suðvestanverðu landinu það sem af er sumars. Vísir/Stefán Ekkert bendir til þess að breytingar séu að verða á veðrinu á landinu á næstunni, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Útlit er fyrir enn betra sumarveður á austanverðu landinu en áfram kulda og rigningu á suðvesturlandi. Þrátt fyrir að júní sé nú nær að enda kominn hefur sumarið enn ekki farið af stað á suðvesturhorninu. Maí var sérstaklega úrkomusamur og júní hefur verið svalur, blautur og vindasamur. Ekki er útlit fyrir að íbúar á vestanverðu landinu fái grið frá slíku veðri í bráð en á Austurlandi þar sem veður hefur verið með ágætum gæti enn hlýnað. „Það er von á mjög góðu veðri næstu vikuna með mörgum hlýjum dögum í röð, sannkölluðum sumardögum um austurhelming landsins. Það er svona hlý stroka sem kemur til með að liggja þar um. Þar sem vindur stendur af fjöllum eins og á norðausturlandi, þar verður ein besta sumarveðráttan,“ segir Einar. Suðvestanáttin muni halda áfram að bera svalt loft af köldum sjávarsvæðum yfir landið. Við þær aðstæður þéttist rakinn í loftinu og myndar lág ský og þoku við vestanvert landið sem sólin nær aldrei í gegnum. „Þessi stóra mynd er enn til staðar, allavegana eitthvað fram í júlímánuð,“ segir Einar. Hann tekur þó ekki svo djúpt í árina að segja að veðurbreytingar verði ekki það sem eftir lifir sumars. „En það er ekki að sjá neitt sem hönd er á festandi sem boðar breytingar á þessari meginlofthringrás,“ segir Einar sem benti á það í Facebook-færslu í kvöld að hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í þessum júní hafi verið 13,2°C.Loftið kemur af kuldapollinum sem loftslagslíkön sýna Einar segir of snemmt að segja að varanlegar veðurfarsbreytingar af mannavöldum séu orsök tíðarinnar í sumar. Eitthvað á norðurhvelinu stýri bylgjum loftstrauma og mikið hafi verið um fyrirstöðuhæðir það sem af er sumars. Við Ísland hafi verið áberandi suðvestanstrengur. „Ég álít að frávik sjávarhita sem eru mjög greinileg hérna suðvestur af landinu með annars vegar köldum sjó í Labradorhafinu djúpt suðvestur af Íslandi og hins vegar hlýjum sjó undan ströndum Norðaustur-Ameríku gerir það að verkum að magna heldur upp þessa suðvestanátt í háloftunum,“ segir Einar sem telur þó ekki ljóst að frávikin í sjávarhitanum séu það sem hafi komið þessari hringrás af stað. Þetta kalda hafsvæði sem Einar vísar til hefur vakið töluverða athygli loftslagsvísindamanna undanfarin ár. Loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að nokkurs konar kuldapollur myndaðist á þessum slóðum í hafinu þrátt fyrir að jörðin hlýnaði almennt vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Ástæðan gæti verið mikil bráðnun íss á norðurskautinu.Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sér ekki breytingar í kortunum.Vísir/AuðunnSjá einnig: Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Einar segir að sjórinn á hafsvæðinu frá Nýfundnalandi um Labradorhaf að suðurodda Grænlands sem teygir sig upp að suðvesturströnd Íslands sé um 1-2°C kaldari en í venjulegu árferði. Hann hafi lítið sem ekkert hlýnað síðustu vikur þrátt fyrir að komið sé að lokum júní. Kaldi sjórinn veldur því að loftið sem ferðast yfir hann verður svalara en einnig hefur hann einhver áhrif á loftstrauma, að sögn Einars. Það gæti mögulega viðhaldið stöðu veðurkerfanna við Ísland enn frekar en annars væri. „Það hefur verið mikill ís við Vestur-Grænland og Labrador í vetur. Hann er að bráðna og veldur því að kaldur sjór flýtur ofan á. Það á þátt í þessu en svo var almennur sjávarkuldi fyrir. Við erum ekki vön því að sjá kaldan og seltulítinn sjó koma úr þessari átt að landinu. Hann kemur yfirleitt úr norðri með hafís,“ segir hann. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Ekkert bendir til þess að breytingar séu að verða á veðrinu á landinu á næstunni, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. Útlit er fyrir enn betra sumarveður á austanverðu landinu en áfram kulda og rigningu á suðvesturlandi. Þrátt fyrir að júní sé nú nær að enda kominn hefur sumarið enn ekki farið af stað á suðvesturhorninu. Maí var sérstaklega úrkomusamur og júní hefur verið svalur, blautur og vindasamur. Ekki er útlit fyrir að íbúar á vestanverðu landinu fái grið frá slíku veðri í bráð en á Austurlandi þar sem veður hefur verið með ágætum gæti enn hlýnað. „Það er von á mjög góðu veðri næstu vikuna með mörgum hlýjum dögum í röð, sannkölluðum sumardögum um austurhelming landsins. Það er svona hlý stroka sem kemur til með að liggja þar um. Þar sem vindur stendur af fjöllum eins og á norðausturlandi, þar verður ein besta sumarveðráttan,“ segir Einar. Suðvestanáttin muni halda áfram að bera svalt loft af köldum sjávarsvæðum yfir landið. Við þær aðstæður þéttist rakinn í loftinu og myndar lág ský og þoku við vestanvert landið sem sólin nær aldrei í gegnum. „Þessi stóra mynd er enn til staðar, allavegana eitthvað fram í júlímánuð,“ segir Einar. Hann tekur þó ekki svo djúpt í árina að segja að veðurbreytingar verði ekki það sem eftir lifir sumars. „En það er ekki að sjá neitt sem hönd er á festandi sem boðar breytingar á þessari meginlofthringrás,“ segir Einar sem benti á það í Facebook-færslu í kvöld að hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í þessum júní hafi verið 13,2°C.Loftið kemur af kuldapollinum sem loftslagslíkön sýna Einar segir of snemmt að segja að varanlegar veðurfarsbreytingar af mannavöldum séu orsök tíðarinnar í sumar. Eitthvað á norðurhvelinu stýri bylgjum loftstrauma og mikið hafi verið um fyrirstöðuhæðir það sem af er sumars. Við Ísland hafi verið áberandi suðvestanstrengur. „Ég álít að frávik sjávarhita sem eru mjög greinileg hérna suðvestur af landinu með annars vegar köldum sjó í Labradorhafinu djúpt suðvestur af Íslandi og hins vegar hlýjum sjó undan ströndum Norðaustur-Ameríku gerir það að verkum að magna heldur upp þessa suðvestanátt í háloftunum,“ segir Einar sem telur þó ekki ljóst að frávikin í sjávarhitanum séu það sem hafi komið þessari hringrás af stað. Þetta kalda hafsvæði sem Einar vísar til hefur vakið töluverða athygli loftslagsvísindamanna undanfarin ár. Loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að nokkurs konar kuldapollur myndaðist á þessum slóðum í hafinu þrátt fyrir að jörðin hlýnaði almennt vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Ástæðan gæti verið mikil bráðnun íss á norðurskautinu.Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sér ekki breytingar í kortunum.Vísir/AuðunnSjá einnig: Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Einar segir að sjórinn á hafsvæðinu frá Nýfundnalandi um Labradorhaf að suðurodda Grænlands sem teygir sig upp að suðvesturströnd Íslands sé um 1-2°C kaldari en í venjulegu árferði. Hann hafi lítið sem ekkert hlýnað síðustu vikur þrátt fyrir að komið sé að lokum júní. Kaldi sjórinn veldur því að loftið sem ferðast yfir hann verður svalara en einnig hefur hann einhver áhrif á loftstrauma, að sögn Einars. Það gæti mögulega viðhaldið stöðu veðurkerfanna við Ísland enn frekar en annars væri. „Það hefur verið mikill ís við Vestur-Grænland og Labrador í vetur. Hann er að bráðna og veldur því að kaldur sjór flýtur ofan á. Það á þátt í þessu en svo var almennur sjávarkuldi fyrir. Við erum ekki vön því að sjá kaldan og seltulítinn sjó koma úr þessari átt að landinu. Hann kemur yfirleitt úr norðri með hafís,“ segir hann.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00