Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Sighvatur skrifar 29. júní 2018 06:00 Anthony Kennedy hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til fóstureyðinga og réttindi fanga. Fréttablaðið/AP Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Anthony Kennedy, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum þann 31. júlí næstkomandi. Kennedy hefur undanfarinn áratug verið í oddastöðu milli hins frjálslynda hluta og hins íhaldssama hluta réttarins. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir þetta himnasendingu fyrir Repúblikana fyrir kosningarnar í nóvember en þá verður meðal annars kosið um 33 sæti af 100 í öldungadeild bandaríska þingsins. Kjarnafylgi flokksins hafi hingað til ekki verið mjög áhugasamt um kosningarnar en þetta mál gæti breytt því.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Repúblikanar hafa nú 51 sæti í öldungadeildinni sem þarf að staðfesta tilnefningu forsetans á nýjum hæstaréttardómara. Ljóst er að Donald Trump mun nota tækifærið og tilnefna íhaldssaman dómara og hefur hann talað um að hann vilji fá dómara sem geti setið í réttinum næstu 40 til 45 árin. „Demókratar munu reyna allt til að stoppa tilnefninguna fram yfir kosningarnar í nóvember. Ef þeir hins vegar tefja málið hafa Repúblikanar gott vopn í kosningunum í íhaldssömum fylkjum,“ segir Friðjón. Hann telur að þótt meirihluti Repúblikana sé tæpur verði hart sótt að Demókrötum þar sem þeir eigi nú stærstan hluta þeirra sæta sem kosið verður um.Friðjón Friðjónsson„Mögulega getur farið svo að hæstiréttur verði þó nokkuð mikið íhaldssamari en bandarískur almenningur. Það getur orðið ákveðið rof þarna á milli, sem er áhyggjuefni. Það er hætta á því að almenningur líti á hæstarétt sem öldungaráð sem sé ekki í tengslum við almenning.“ Friðjón telur þó að Trump muni tilnefna einstakling sem hafi óvefengjanlega hæfileika til að sitja í hæstarétti þótt hann hafi íhaldssamar skoðanir. Níu dómarar eiga sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Af þeim sem nú skipa réttinn voru fimm skipaðir af forsetum úr röðum Repúblikana og fjórir af forsetum úr röðum Demókrata. Kennedy, sem verður 82 ára nokkrum dögum áður en hann lætur af embætti, hefur verið hæstaréttardómari frá 1988. Hann hefur lengstan starfsaldur af núverandi dómurum en hann var skipaður í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur meðal annars stutt hinn frjálslynda hóp réttarins í málum sem tengjast réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga, dauðarefsingum og réttindum fanga sem var haldið án ákæru í fangabúðunum í Guantanamo. Hins vegar hefur Kennedy stutt íhaldssama hlutann í málum sem snúa að byssueign, takmörkun á reglum um fjárframlög til kosningabaráttu og í ákvörðunum sem höfðu mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna árið 2000.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20