Körfubolti

Formaður KKÍ: Væri nú gaman að eiga eina svona keppnishöll á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes S. Jónsson.
Hannes S. Jónsson. vísir/vilhelm/valli
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í dag mikilvægan leik í undankeppni HM í körfubolta og mótherjarnir eru Búlgarir. Sigur myndi færa liðinu sæti í milliriðli.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, er með íslenska landsliðinu út í Búlgaríu og hann segir í færslu á fésbókinni að keppnishöllin í Botevgrad í Búlgaríu sé dæmi um höll sem myndi nýtast Íslandi vel.

„Í Botevgrad búa 20-25.000 og svæðinu um 40.000 og eiga þau svona flotta aðstöðu.

Það væri nú gaman að eiga EINA keppnishöll svona á Íslandi fyrir allt landið og hinar ýmsu íþróttagreinar. Já það vantar heimili og betri æfingar-og keppnisaðstöðu fyrir íslenskar inniíþróttagreinar,“ skrifaði Hannes og það er svo sannarlega hægt að taka undir það.

Hannes tók upp myndband þar sem hann ræddi þessa stöðu íslenskra inniíþrótta og sýndi myndband bæði fyrir utan höllina og inn í henni.

„Búlgarir eru með svona keppnishöll, bara hér í Botevgrad, en við eigum ekki einu sinni svona höll á Íslandi. Spurning hvort við ættum ekki aðeins að fara endurhugsa Laugardalshöllina, okkar þjóðarleikvang fyrir okkar inniíþróttir,“ sagði Hannes meðal annars en það smá sjá þessi myndbönd hans hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Yngri leikmenn liðsins þurfa að stíga fram og axla ábyrgð

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Búlgaríu ytra í undankeppni HM 2019 í dag. Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij eru fjarverandi en þjálfari liðsins segir að nú sé kominn tími á að yngri leikmenn stígi fram og axli ábyrgð.

Martin: Framtíðin í íslenskum körfubolta björt

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM á næstu dögum. Martin Hermannsson er nokkuð brattur fyrir leikjunum þrátt fyrir breytingar á landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×