Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 13:00 Íbúa á höfuðborgarsvæðinu dreymir eflaust marga um sólbað á hvítri strönd og tæran, bláan sjó um þessar mundir. Vísir/Getty Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“ Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“
Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53
Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00
Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35