Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 13:00 Íbúa á höfuðborgarsvæðinu dreymir eflaust marga um sólbað á hvítri strönd og tæran, bláan sjó um þessar mundir. Vísir/Getty Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“ Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu það sem af er sumri, eins og flestir hafa eflaust tekið eftir. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi.Með ferðatösku á skrifstofuna tilbúinn til brottfarar Þórunn Reynisdóttir, forstýra Úrvals útsýnar, segir í samtali við Vísi að leiðinlegt veður á höfuðborgarsvæðinu, og víðar á Suður- og Vesturlandi, hafi greinileg áhrif á ferðalöngun landans. „Það er náttúrulega aukning og svo er fólk að stökkva með stuttum fyrirvara. Það hefur verið staðan í svolítið marga daga núna og veðrið búið að vera eftir því,“ segir Þórunn. Hún segir einnig nokkuð bera á því að fólki sé sama hvert það fari – svo lengi sem sólin skíni.Sjá einnig: Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni „Það má segja það. Við fáum margar fyrirspurnir þar sem fólk spyr: „Getum við farið eitthvert á morgun?“ og alveg sama hvert, bara í sól.“ Þá séu sumir þreyttari á veðrinu en aðrir. „Mér var svo sagt að einhver hefði mætt með ferðatöskuna hingað á skrifstofuna um daginn. Ég hefði viljað sjá það, hann var bara tilbúinn að fara,“ segir Þórunn. Hún segir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar helst sækja í hlýrri áfangastaði á borð við Mallorca, Tenerife og Alicante. Þórunn segir fjölda ferða enn í boði og allir, sem hafa í hyggju að flýja veðrið, séu velkomnir í kaffi á skrifstofuna. „Og við munum koma þér úr landi.“Þreyta og D-vítamínþrá Jakob Ómarsson, markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Vita, segir stöðuna svipaða þar á bæ. Aðspurður segir Jakob vel hægt að fullyrða að veðrið á suðvesturhorninu hafi komið af stað uppsveiflu í sölu á utanlandsferðum. „Það hefur komið mikið af fyrirspurnum núna undanfarið. Maður finnur að það er þreyta í landinu og fólk verður að fá sitt D-vítamín alla vega einu sinni á ári.“ Jakob segir vinsælustu áfangastaðina Alicante og Tenerife, þar sem Íslendingar geti treyst á sólarljós. Aðspurður segir hann söluna hafa gengið mjög vel það sem af er sumri en enn séu þó einhverjar ferðir í boði fyrir sólarþyrsta. Sækja í betra veður innanlands En sólin skín ekki bara í útlöndum, veðrið hefur nefnilega verið með allra besta móti á norðausturhorni landsins og hiti hefur reglulega mælst yfir 20 stig. Í skriflegu svari við fyrirspurn blaðamanns segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að erfitt sé að meta bein áhrif veðurs á Suður- og Vesturlandi á tíðni flugs austur á land. „Tilfinning okkar er þó sú að farþegar okkar séu að sækja í betra veður og er það byggt á samskiptum okkar við farþega við innritun, í þjónustuveri og um borð.“
Veður Tengdar fréttir Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53 Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00 Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Allt að 23 stiga hiti í dag Svalara verður um landið sunnan- og vestanvert og þungbúið. Víða verður rigning á Suðurlandi, en annars úrkomuminna. 29. júní 2018 07:53
Hvernig hægt er að lifa af haustið langa Haustið langa, en það mun þetta svokallaða sumar verða kallað í framtíðinni, er nú í fullu fjöri og öll plön um útilegur og annað fjör utandyra eru farin í vaskinn. Hér eru nokkrar tillögur um hvernig lifa megi þessi ósköp af. 26. júní 2018 08:00
Spáir sannkölluðum sumardögum fyrir austan en óbreyttu á SV-horni Búast má við mörgum hlýjum dögum í röð á austanverðu landinu í næstu viku en áfram svipuðu á því vestanverðu. 28. júní 2018 22:35