Óli Kristjáns: Góður handboltamarkvörður hefði verið stoltur af þessu Árni Jóhannsson skrifar 10. júní 2018 21:44 Ólafur var ósáttur í leikslok. vísir/bára Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira