Óli Kristjáns: Góður handboltamarkvörður hefði verið stoltur af þessu Árni Jóhannsson skrifar 10. júní 2018 21:44 Ólafur var ósáttur í leikslok. vísir/bára Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Þjálfari FH var bæði ósáttur við að hafa einungis fengið eitt stig á móti KR en á sama tíma sáttur að hafa þó náð í stigið úr því sem komið var enda lentu hans menn undir þegar um 20 sekúndur lifðu eftir ef uppgefnum viðbótartíma en leikurinn endaði 2-2. „Sko maður verður alltaf að skoða hvernig leikirnir þróast og miðað við yfirburðina í seinni hálfleik þá var ég ósáttur með stigið en eftir að hafa lent undir þá var frábært hjá strákunum að hafa komið til baka.” „Það er samt hægt að kasta kú yfir kirkjuturn yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum, sérstaklega fyrsta korterinu þar vorum við sljóir en unnum okkur inn í leikinn og áttum seinni hálfleikinn gjörsamlega. Þá herjuðum við á þá heldur betur“. Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá gerðist atvik sem hefði getað sagt til um úrslit leiksins. FH-ingar komust upp að endamörkum og sendu fyrir og fór boltinn mjög greinilega í hendina á Albert Watson varnarmanni KR. Dómari leiksins veifaði höndum og neitaði að dæma víti en Ólafur var alveg klár á því að FH hefði átt að fá víti. „Þau gerast varla augljósari vítin. Það er þetta gamla góða hendi í bolta eða bolti í hönd og þá fara þeir að skýla sér á bakvið það að fjarlægðin hafi ekki verið næg eða höndin ekki nógu langt frá líkamanum. Góður handboltamarkmaður hefði verið mjög stoltur af þessari markvörslu“. Að lokum var Ólafur spurður út í hvaða áhrif svona sveiflur hefðu á menn í komandi leikjum. „Svona eru íþróttirnar bara, maður fer upp og niður. Við höfum mikið talað um það að enn og aftur erum við að lenda undir. Það er eins og þegar við lendum undir og erum komnir með bakið pínu lítið upp við vegginn þá sleppum við aðeins hömlunum, sleppum axlabandinu og erum bara með belti, spilum frjálsar.” „Síðan eins og við spilum seinni hálfleikinn þá erum við mjög ánægðir með frammistöðuna og þessi FH karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir þá voru menn ekkert að leggjast í aumingjaskap heldur fóru upp, fundu það var möguliki og sóttur þetta stig. Þetta verður gert upp í haust og þá sjáum við hvort að þetta stig var gott.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira