Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 15:12 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í Breiðholtinu í dag þar sem nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/sigtryggur ari Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“ Kosningar 2018 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“
Kosningar 2018 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira