Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 15:12 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í Breiðholtinu í dag þar sem nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/sigtryggur ari Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“ Kosningar 2018 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum. Þannig verður einn leikskóli opinn í hverju hverfi næsta sumar svo júlílokanir leikskóla sem verið hafa undanfarin ár munu ekki koma til þeim leikskólum. Í samtali við fréttastofu eftir að meirihlutinn var kynntur í Breiðholti í morgun sagði Þórdís Lóa að það hefði ekki verið neitt sérstaklega flókið að setja saman málefnasamninginn. „Það var ekkert sérstaklega flókið og það vissum við svolítið áður en við fórum af stað í formlegar meirihlutaviðræður af því að við höfðum tekið landslagið vel áður. Viðreisn var þarna í svolítilli lykilstöðu þannig að við höfðum samtal við í rauninni flesta og nánast alla oddvita. Þannig að við vissum að áður en við fórum af stað að við værum mjög samstíga í mjög stórum málum. Þannig að þetta gekk vel en auðvitað eru fjögur ár langur tími og það er fullt af verkefnum framundan sem við þurfum að taka á. Við urðum að ræða okkur djúpt í málin og það gerðum við,“ sagði Þórdís Lóa.Samhugur og samvinna grunnurinn Hún segir meirihlutann leggja áherslu á að vinna sem eitt lið og einn hópur. „Auðvitað er meirihluti alltaf tæpur ef að það er mikil óánægja þannig að það er samhugur og samvinna sem verður að vera grunnurinn að þessu og það er á þeim grunni sem við byggjum.“ Viðreisn var í ákveðinni lykilstöðu eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí síðastliðinn. Spurð út í hvort að flokkurinn hefði beitt sér eitthvað í viðræðunum í því ljós og nýtt sér það sagði Þórdís Lóa. „Auðvitað settum við áherslu á okkar mál eins og allir flokkar. Það er mikilvægt í samningaviðræðum að allir komi vel út, ekki bara einn, þó hann sé í yfirburðastöðu til að byrja með. Þannig að við bara lögðum það svolítið á borðið að við vildum að þetta yrði þéttur og góður hópur með þétt og góð málefni sameiginleg og það gekk bara mjög vel.“ Hún segir að í fyrstu verkefnum nýs meirihluta verði horft til barnafjölskyldna. „Hann kemur til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum, í skólamálunum, við erum með mjög flottar aðgerðir þar. Sem dæmi, þá næsta sumar ætlum við að bjóða upp á það að það verði einn leikskóli opinn í hverju hverfi til að foreldrar og fjölskyldur hafi val. Það kemur til með að finnast í buddum stórra barnafjölskyldna, fyrirtæki fá lækkaðan fasteignaskatt, þetta eru svona þessar aðgerðir sem fólk kemur til með að finna strax fyrir.“
Kosningar 2018 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent