Snjallsímablinda Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við eigum öll ósvífni í skúmaskoti sálarinnar. Eitt af því sem ég skemmti mér yfir á netinu eru upptökur þar sem fólk gengur með snjallsímana sína og sendir sms endalaust gangandi ýmist ofan í gosbrunna eða á staura. Og það er svo auðséð að þetta er falin myndavél. Ástæða gleði minnar er sú að mér finnst svo erfitt að sjá fólk út um allt í endalausum samskiptum við þetta tæki. Einhver myndi segja að það bæri vott um það að ég sé miðaldra kelling. Já, og? Það hefur nánast orðið að trúarbrögðum hjá mér að nota bara spjallsíma en alls ekki snjallsíma. Það getur verið vegna þess að ég óttast að verða forfallin eins og fólkið í myndböndunum. Það gerist æði oft að maður mætir fólki sem er að pikka á símann sinn og víkur ekki úr vegi og ég fer alltaf í gegnum það í huganum að víkja ekki og lenda frekar í samstuði við manneskjuna, en veit að það er of gremjuleg aðferð því að ég er hvorki staur né gosbrunnur. Um daginn á leiðinni í vinnu dansaði bíll á veginum fyrir framan mig og ég gaf mér að ökumaðurinn væri í svipuðu ástandi og Edda Björgvins lék í áramótaskaupinu ’84 þegar Laddi í hlutverki lögreglumanns gerði tilraun til að stöðva hana. Og þegar bíllinn nam staðar á rauðu ljósi stökk ég út og opnaði dyrnar hjá ökumanni sem reyndist ekki drukkin frú í pels heldur ung stúlka sem var í þann mund að ljúka við sín gríðarmikilvægu skilaboð. Stúlkan horfði á mig skelfingaraugum en ég sagði við hana: „Ó ég hélt að þú værir drukkin en ég sé að þú ert að pikka á símann þinn!“ Ég hitti einn afa um daginn sem hefur þann sið að biðja afkomendur sína að geyma snjallsímana í körfu frammi í forstofu svo að hægt sé að halda uppi eðlilegum samskiptum á meðan fjölskyldan kemur saman. Það er snilldarhugmynd.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar