Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Vísir/GVA „Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
„Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00