Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Vísir/GVA „Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
„Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann. Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Samtök IðnaðarinsSigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið. „Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu. „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00 Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum 4. maí 2018 06:00
Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. 7. júní 2018 12:30
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00