Bíræfinn þjófur sólginn í lúxusvörur fær átta mánaða dóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2018 10:50 Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg. Vísir/Stefán Lithái á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir margvíslegan þjófnað og innbrot í heimili á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem að hann hafi verið sérstaklega sólginn í ýmiss konar lúxusvarning. Maðurinn var handtekinn í febrúar er hann, í félagi við annnan mann, reyndi að brjótast inn í íbúðarhúsnæði í Garðabæ. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið stórtækur í innbrotum. Ákæra yfir manninum var í tólf liðum þar sem sundurliðað var hvað manninum var gefið að sök að hafa stolið. Meðal þess voru ilmvatnsglös frá Chanel og Boss, úr frá Gucci, armband frá Michael Kors, sérsmíðaðir skartgripir og úr eftir íslenska hönnuði og svo mætti lengi áfram telja. Þá fannst einnig á dvalarstað mannsins, þar sem flestir munirnir úr innbrotunum voru geymdir, myntsafn þar sem meðal annars mátti finna íslenska seðla og myntir frá árinu 1928. Flest innbrotin áttu sér stað í Garðabæ, Kópavogi en nokkur í Reykjavík um það leyti sem innbrotahrina átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Við þingfestingu málsins játaði maðurinn skýlaust sök og var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi, en frá því dregst sá tími sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá voru peningaseðlar, skartgripir og aðrir munir gerðir upptækir.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Lithái á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir margvíslegan þjófnað og innbrot í heimili á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem að hann hafi verið sérstaklega sólginn í ýmiss konar lúxusvarning. Maðurinn var handtekinn í febrúar er hann, í félagi við annnan mann, reyndi að brjótast inn í íbúðarhúsnæði í Garðabæ. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið stórtækur í innbrotum. Ákæra yfir manninum var í tólf liðum þar sem sundurliðað var hvað manninum var gefið að sök að hafa stolið. Meðal þess voru ilmvatnsglös frá Chanel og Boss, úr frá Gucci, armband frá Michael Kors, sérsmíðaðir skartgripir og úr eftir íslenska hönnuði og svo mætti lengi áfram telja. Þá fannst einnig á dvalarstað mannsins, þar sem flestir munirnir úr innbrotunum voru geymdir, myntsafn þar sem meðal annars mátti finna íslenska seðla og myntir frá árinu 1928. Flest innbrotin áttu sér stað í Garðabæ, Kópavogi en nokkur í Reykjavík um það leyti sem innbrotahrina átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Við þingfestingu málsins játaði maðurinn skýlaust sök og var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi, en frá því dregst sá tími sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá voru peningaseðlar, skartgripir og aðrir munir gerðir upptækir.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45