Alvogen heitir á landsliðið og skorar á fleiri fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 15:45 Bergsteinn Jónsson og Róbert Wessman. Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur heitið milljón króna til UNICEF á Íslandi fyrir hvert mark sem karlalandslið Íslands skorar á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Þá hefur fyrirtækið skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og hafa fyrirtækin Norðurál, Vörður og Alvotech svarað kallinu. Norðurál heitir 500 þúsund krónum yfir hvert mark og Vörður og Alvotech 250 þúsund krónum. Fyrsta mark Íslands á HM mun því leiða til þess að tvær milljónir króna renna í barnvæn svæði UNICEF. UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim. Áður en flautað verður til leiks á laugardaginn hefur Alvogen heitið að lágmarki þremur milljónum króna á landsliðið. Fyrir eina milljón er hægt að útvega 50 leikjakassa sem nýtast munu fyrir þúsundir barna.UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim.„Alvogen vill með þessu leggja sitt af mörkum við að tryggja að börn fái að vera börn. Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og barnvænu svæðin eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum,“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen í tilkynningu. Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Slíkir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen. Á barnvænu svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. „Þetta samstarf mun hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna og styðja við réttindi þeirra til að stunda íþróttir og tómstundir og gera þeim kleift að fá að vera börn. UNICEF vinnur að velferð og réttindum barna í öllum þeim löndum sem eiga fulltrúa á HM,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur heitið milljón króna til UNICEF á Íslandi fyrir hvert mark sem karlalandslið Íslands skorar á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Þá hefur fyrirtækið skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og hafa fyrirtækin Norðurál, Vörður og Alvotech svarað kallinu. Norðurál heitir 500 þúsund krónum yfir hvert mark og Vörður og Alvotech 250 þúsund krónum. Fyrsta mark Íslands á HM mun því leiða til þess að tvær milljónir króna renna í barnvæn svæði UNICEF. UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim. Áður en flautað verður til leiks á laugardaginn hefur Alvogen heitið að lágmarki þremur milljónum króna á landsliðið. Fyrir eina milljón er hægt að útvega 50 leikjakassa sem nýtast munu fyrir þúsundir barna.UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim.„Alvogen vill með þessu leggja sitt af mörkum við að tryggja að börn fái að vera börn. Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og barnvænu svæðin eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum,“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen í tilkynningu. Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Slíkir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen. Á barnvænu svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. „Þetta samstarf mun hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna og styðja við réttindi þeirra til að stunda íþróttir og tómstundir og gera þeim kleift að fá að vera börn. UNICEF vinnur að velferð og réttindum barna í öllum þeim löndum sem eiga fulltrúa á HM,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira