Byggja fjölbýlishús á sjö mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 08:08 Svona mun húsið koma til með að líta út. Aðsend Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Fram kemur í tilkynningu frá Modulbyggingum að húsið verði byggt í Reykjanesbæ. Byggingartíminn er 7 mánuðir frá deginum í dag, íbúðirnar koma í október fullbúnar og verða settar upp og tilbúnar fyrir kaupendur í lok árs. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara skammt frá þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum. Byggingin sem nú er komin í framleiðslu verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um 200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Í tilkynningunni segir að um sé að ræða umhverfisvænar byggingar. Húsin séu byggð innandyra við bestu aðstæður sem sagt er auka gæði og minnka sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem á að auka loftgæði innanhúss og minnka líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum.Ferlið á að taka um sjö mánuði.Aðsend„Það er stórt og ákaflega jákvætt skref að ganga frá samningi við Klasa, og við hlökkum til að sýna fram á hversu frábær aðferð þetta er, að byggja fjölbýlishús úr fullbúnum einingum sem skipað er til landsins fullbúnum“ er haft eftir Vilhjálmi Sigurðssyni, einum eigenda Modulbygginga, í tilkynningunni. „Þetta mun svo ganga mjög hratt fyrir sig, einingarnar verða framleiddar í október og íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í lok árs 2018. Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rís hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þróunarfélagið Klasi, sem stendur að byggingu húsanna, er sagt hafa lengi skoðað nýjar lausnir og aðferðir við byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu að 201 Smára í Smárahverfi í Kópavogi en þar er verið að byggja um 670 íbúðir. Í tilkynningu segir að þar sé verið að skoða ýmsar lausnir og meðal annars unnið eftir hugmyndum almennings við útfærslu og lausnir. Framkvæmdastjóri Klasa segir byggingaraðferðina minnka óvíssu, sem er einn stærsti þátturinn í byggingu íbúða. „Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum,“ er haft eftir Ingva Jónassyni. Húsnæðismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Fram kemur í tilkynningu frá Modulbyggingum að húsið verði byggt í Reykjanesbæ. Byggingartíminn er 7 mánuðir frá deginum í dag, íbúðirnar koma í október fullbúnar og verða settar upp og tilbúnar fyrir kaupendur í lok árs. Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara skammt frá þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum. Byggingin sem nú er komin í framleiðslu verður á fjórum hæðum með 27 íbúðum, en alls er gert ráð fyrir að byggðar verði um 200 íbúðir á Nesvöllum til viðbótar á næstu árum. Í tilkynningunni segir að um sé að ræða umhverfisvænar byggingar. Húsin séu byggð innandyra við bestu aðstæður sem sagt er auka gæði og minnka sóun. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem á að auka loftgæði innanhúss og minnka líkur á rakaskemmdum. Einnig verður vatnsúðunarkerfi í íbúðunum.Ferlið á að taka um sjö mánuði.Aðsend„Það er stórt og ákaflega jákvætt skref að ganga frá samningi við Klasa, og við hlökkum til að sýna fram á hversu frábær aðferð þetta er, að byggja fjölbýlishús úr fullbúnum einingum sem skipað er til landsins fullbúnum“ er haft eftir Vilhjálmi Sigurðssyni, einum eigenda Modulbygginga, í tilkynningunni. „Þetta mun svo ganga mjög hratt fyrir sig, einingarnar verða framleiddar í október og íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í lok árs 2018. Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rís hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins.“ Þróunarfélagið Klasi, sem stendur að byggingu húsanna, er sagt hafa lengi skoðað nýjar lausnir og aðferðir við byggingu íbúðarhúsnæðis. Félagið stendur að framkvæmdum við byggingu að 201 Smára í Smárahverfi í Kópavogi en þar er verið að byggja um 670 íbúðir. Í tilkynningu segir að þar sé verið að skoða ýmsar lausnir og meðal annars unnið eftir hugmyndum almennings við útfærslu og lausnir. Framkvæmdastjóri Klasa segir byggingaraðferðina minnka óvíssu, sem er einn stærsti þátturinn í byggingu íbúða. „Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum,“ er haft eftir Ingva Jónassyni.
Húsnæðismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira