Komið fagnandi, fiskibollur Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. júní 2018 08:00 Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var eiginmaðurinn spurður að því við hvað eiginkona hans starfaði. Hann svaraði því til að hún ynni sem „fúll á móti“. Í kjölfarið einsetti ég mér að afsanna starfstitilinn. Eftirfarandi er dæmi um það þegar góður ásetningur fer myndarlega í vaskinn. Skoðun mín á fótbolta er þessi: Ég kysi heldur að horfa á málningu þorna á vegg en að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu. Mánuðum saman hefur mér tekist að leiða hjá mér heimsmeistaramótið í fótbolta og dýrð íslenska karlalandsliðsins. En svo gerðist eitthvað. Sjálfsímynd mín er sú að ég sé of andfélagsleg fyrir hópíþróttir. Að flagga íslenska fánanum af öðru tilefni en Júróvisjón er allt of mikið fiskibollur í dós í mötuneyti Framsóknarflokksins þegar ég er að reyna að vera meira svona latte og avókadóbrauð á Kaffihúsi Vesturbæjar. Þegar ég heyri orðið víkingar sé ég fyrir mér fjárglæframenn og kennda kalla á Fjörukránni. En dropinn holar steininn. Í Norður-London er nú að finna leikskóla fullan af börnum alls staðar að úr heiminum sem hrópa slagorðið „húh“ einum rómi. Ég ber ábyrgð á þessum gjörningi. Eftir að hafa sent stýru leikskóla barnanna minna ítrekuð YouTube-vídjó af íslenska víkingaklappinu lét hún undan þrýstingi og kallaði leikskólann saman á kóræfingu. Í gær var HM-dagur í leikskólanum. Börnin mættu með fána og ég bakaði köku; ég keypti þrjú kíló af m&m til að komast yfir nógu marga bláa, rauða og hvíta súkkulaðihnappa til að þekja kökuna í fánalitunum. Ég er orðin eins og pabbinn í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding, gamall Grikki í Bandaríkjunum sem bætir upp fyrir fjarlægð við heimalandið með því að vera grískari en allt grískt: „Nefndu orð, hvaða orð sem er, og ég skal sýna fram á að það á grískar rætur,“ var slagorðið hans. Á gangi um hverfið mitt hér í London heyrði ég sjálfa mig segja: „Krakkar, Islington hét áður fyrr Gislandune. Orðið er samsett úr karlmannsnafninu Gísli og „dun“ sem er fornenska og þýðir hæð; Gísla-hæð. Fornenska er náskyld íslensku. Islington á því íslenskar rætur.“ Næsta dag heimsóttum við Greenwich-hverfi. Þegar við gengum framhjá Kirkju heilags Alfegusar fylltist ég skyndilegum þjóðernismóð: „Krakkar, þessi kirkja stendur á þeim stað þar sem við, norrænu víkingarnir, drápum Alfegus erkibiskup af Kantaraborg eftir að hafa farið ránshendi um dómkirkjuna hans og brennt hana svo til grunna. Húh!“Aðkeyptur hvítþvottur Skilaboð þessa pistils áttu í alvörunni að vera einföld: Ég er ekki „fúl á móti“ – áfram Ísland. Komið fagnandi, fiskibollur. Hvar er skráningareyðublaðið í Framsóknarflokkinn? En svo, aftur, gerðist eitthvað. Í vikunni sendi Knattspyrnusamband Íslands frá sér fréttatilkynningu þar sem kvartað var undan litlum fyrirtækjum sem nota „strákana okkar“ í markaðsskyni. Vildi KSÍ koma því á framfæri að slíkt stríði gegn reglum um notkun á vörumerkjum KSÍ. Sama dag fór glæsilegt kynningarmyndband um landsliðið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Myndbandið var vandað í alla staði og var því leikstýrt af markmanni liðsins sem á framtíðina fyrir sér í kvikmyndagerð. Nema hvað, myndbandið var ekki kynningarmyndband. Það var Kók-auglýsing. Sem móðir tveggja áhrifagjarnra barna sem eru nýbúin að uppgötva fótbolta og hlaupa um götur Lundúna og hrópa „húh“ hef ég töluvert meiri áhyggjur af vali KSÍ á opinberum styrktaraðilum liðsins en þeim litlu fyrirtækjum sem hengja nú upp heimatilbúin plaköt í gluggann hjá sér með mynd af landsliðstreyjunni og loforði um tvennu-tilboð. Um leið og ég óska íslenska karlalandsliðinu góðs gengis í fyrsta leik sínum á HM í dag óska ég þess að forsvarsmenn KSÍ hugsi sig tvisvar um áður en þeir bjóða aftur stórfyrirtæki sem selur vöru sem gengur gegn öllum hugmyndum um heilbrigði, hollustu og hreysti að kaupa sér hvítþvott með því að bendla sig við „strákana okkar“. Það stríðir kannski ekki gegn reglum um vörumerki, en það brýtur í bága við almennt velsæmi. Húh!
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun