Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins 16. júní 2018 15:03 Hannes Þór Halldórsson fagnar. Vísir/Getty Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslenska landsliðið var enn á ný sigurvegari leiks sem endar með jafntefli því þetta voru miklu betri úrslit fyrir íslensku strákana en þá argentínsku sem gengu svekktir af velli. Hannes var mjög traustur í íslenska markinu allan leikinn og tryggði íslenska liðinu síðan stig með því að verja vítaspyrnu frá argentínska snillingnum Lionel Messi. Hann átti einnig aðra mjög flotta markvörslu í seinni hálfleiknum. Það voru fleiri leikmenn sem voru að spila frábærlega í leiknum í dag eins og varnarlínan og miðjumennirnir sem hlupu úr sér lungu og lifur. Fyrir vikið fékk Lionel Messi mjög lítið pláss til að athafna sig í þessum leiknum. Íslensku strákarnir sýndu enn á ný hversu góðir og samheldnir þeir eru á stóra sviðinu. Eftir hikst í undirbúningsleikjum voru þeir klárir í slaginn í fyrsta leik á HM. Leikur íslenska liðsins minnti líka mikið á leikinn á móti Portúgal á EM 2016 en þar hófst ævintýrið í Evrópukeppninni með 1-1 jafntefli á móti einu besta liði heims. Portúgalir fóru síðan og urðu Evrópumeistarar. Hvað Argentínumenn gera verður síðan að koma í ljós en það væri gott fyrir íslenska liðið ef Argentínumenn vinna hina tvo leiki sína í riðlinum. Vísir/GettyEinkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - ArgentínaByrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 10 Safe hands Hannes. Öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Já, hann varði viti frá Lionel Messi! Varði svo skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Var nánast aðeins í varnarhlutverki í þessum leik. Lítið færi til að fara fram völlinn. Stóð sig vel í glímunni við Di Maria á kantinum og bjargaði á ögurstundu í þeim síðari þegar Messi var kominn í gott færi.Kári Árnason, miðvörður 9 Það fór hrollur um Argentínumennina þegar Árnason númer 14 skokkaði fram í löng innköst. Stýrði línunni vel með Ragga og minnti vel á sig í byrjun með krafti sínum í návígum. Vann haug af skallaboltum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Öflugur eins og Kári að mæta í bakið á framherjum Argentínumanna og setja undir pressu. Hreinsanir hans í leiknum voru upp á tíu.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Virkaði aðeins taugaóstyrkur enda eini leikmaðurinn í byrjunarliðinu sem fékk engar mínútur á EM. Óx ásmegin eftir því sem á leið en klaufagangur þegar hann gaf Argentínumönnum vítið. Hannes reddaði því.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Náði vel saman við Gylfa í aðdraganda marksins. Liðinu líður alltaf vel þegar Jói fær boltann í sókninni og orðin eitt okkar albeittasta vopn í sóknarlínunni. Sást lítið í seinni hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 9 Einn hans besti leikur fyrir landsliðið. Reyndi að halda bolta þegar hægt var og skilaði honum vel frá sér. Munaði um róna enda mikilvægt að halda boltanum á milli þess sem boltinn var eltur löngum stundum. Átti lykiltæklingar á miðjunniAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Sást vel að Aron Einar er ekki í leikformi en leiddi lið sitt áfram og stýrði vel. Gefur liðinu svo mikið að hafa hann inn á. Vann fullt af boltum og frábært að hann sé kominn aftur.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Öflugur í byrjun, lét finna fyrir sér og Argentínumenn voru strax orðnir pirraðir á honum. Fékk dauðafæri til að koma Íslandi yfir snemma leiks en hitti boltann skelfilega. Sást minna til hans í seinni hálfeik en varðist afar vel.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 9 Eins og svo oft áður okkar besti maður úr á velli. Upp úr hans aðgerðum, skotum eða sendingum, komu færi Íslands. Lét vaða á markið eftir 15 sekúndur, kom við sögu í dauðafæri Birkis og þegar markið var skorað. Okkar Messi, það er bara þannig.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Þvílík markavél. Einmana frammi en leiddi sóknina frábærlega í glímu við hrausta miðverði Argentínu. Góður í að halda bolta og fyrsta snerting frábær. Skapaði sér hálffæri snemma og nýtti svo færið sitt eins og klárarinn sem hann er. Þakkaði traustið en óvíst var hvort hann yrði í byrjunarliðinu.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu) 7 Kom inn á til að láta finna fyrir sér og gerði það vel. Fyrst á hægri kantinum og svo þeim vinstri.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 76. mínútu) Kom inná kantinn fyrir Birki sem fór inn á miðjuna og hjálpaði liðinu að landa stiginu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 88. mínútu) Lék of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Íslenska landsliðið var enn á ný sigurvegari leiks sem endar með jafntefli því þetta voru miklu betri úrslit fyrir íslensku strákana en þá argentínsku sem gengu svekktir af velli. Hannes var mjög traustur í íslenska markinu allan leikinn og tryggði íslenska liðinu síðan stig með því að verja vítaspyrnu frá argentínska snillingnum Lionel Messi. Hann átti einnig aðra mjög flotta markvörslu í seinni hálfleiknum. Það voru fleiri leikmenn sem voru að spila frábærlega í leiknum í dag eins og varnarlínan og miðjumennirnir sem hlupu úr sér lungu og lifur. Fyrir vikið fékk Lionel Messi mjög lítið pláss til að athafna sig í þessum leiknum. Íslensku strákarnir sýndu enn á ný hversu góðir og samheldnir þeir eru á stóra sviðinu. Eftir hikst í undirbúningsleikjum voru þeir klárir í slaginn í fyrsta leik á HM. Leikur íslenska liðsins minnti líka mikið á leikinn á móti Portúgal á EM 2016 en þar hófst ævintýrið í Evrópukeppninni með 1-1 jafntefli á móti einu besta liði heims. Portúgalir fóru síðan og urðu Evrópumeistarar. Hvað Argentínumenn gera verður síðan að koma í ljós en það væri gott fyrir íslenska liðið ef Argentínumenn vinna hina tvo leiki sína í riðlinum. Vísir/GettyEinkunnagjöf Íslands fyrir Ísland - ArgentínaByrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 10 Safe hands Hannes. Öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Já, hann varði viti frá Lionel Messi! Varði svo skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Var nánast aðeins í varnarhlutverki í þessum leik. Lítið færi til að fara fram völlinn. Stóð sig vel í glímunni við Di Maria á kantinum og bjargaði á ögurstundu í þeim síðari þegar Messi var kominn í gott færi.Kári Árnason, miðvörður 9 Það fór hrollur um Argentínumennina þegar Árnason númer 14 skokkaði fram í löng innköst. Stýrði línunni vel með Ragga og minnti vel á sig í byrjun með krafti sínum í návígum. Vann haug af skallaboltum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Öflugur eins og Kári að mæta í bakið á framherjum Argentínumanna og setja undir pressu. Hreinsanir hans í leiknum voru upp á tíu.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 8 Virkaði aðeins taugaóstyrkur enda eini leikmaðurinn í byrjunarliðinu sem fékk engar mínútur á EM. Óx ásmegin eftir því sem á leið en klaufagangur þegar hann gaf Argentínumönnum vítið. Hannes reddaði því.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Náði vel saman við Gylfa í aðdraganda marksins. Liðinu líður alltaf vel þegar Jói fær boltann í sókninni og orðin eitt okkar albeittasta vopn í sóknarlínunni. Sást lítið í seinni hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 9 Einn hans besti leikur fyrir landsliðið. Reyndi að halda bolta þegar hægt var og skilaði honum vel frá sér. Munaði um róna enda mikilvægt að halda boltanum á milli þess sem boltinn var eltur löngum stundum. Átti lykiltæklingar á miðjunniAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Sást vel að Aron Einar er ekki í leikformi en leiddi lið sitt áfram og stýrði vel. Gefur liðinu svo mikið að hafa hann inn á. Vann fullt af boltum og frábært að hann sé kominn aftur.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Öflugur í byrjun, lét finna fyrir sér og Argentínumenn voru strax orðnir pirraðir á honum. Fékk dauðafæri til að koma Íslandi yfir snemma leiks en hitti boltann skelfilega. Sást minna til hans í seinni hálfeik en varðist afar vel.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 9 Eins og svo oft áður okkar besti maður úr á velli. Upp úr hans aðgerðum, skotum eða sendingum, komu færi Íslands. Lét vaða á markið eftir 15 sekúndur, kom við sögu í dauðafæri Birkis og þegar markið var skorað. Okkar Messi, það er bara þannig.Alfreð Finnbogason, framherji 9 Þvílík markavél. Einmana frammi en leiddi sóknina frábærlega í glímu við hrausta miðverði Argentínu. Góður í að halda bolta og fyrsta snerting frábær. Skapaði sér hálffæri snemma og nýtti svo færið sitt eins og klárarinn sem hann er. Þakkaði traustið en óvíst var hvort hann yrði í byrjunarliðinu.Varamenn:Rúrik Gíslason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu) 7 Kom inn á til að láta finna fyrir sér og gerði það vel. Fyrst á hægri kantinum og svo þeim vinstri.Ari Freyr Skúlason - (Kom inn á fyrir Aron Einar á 76. mínútu) Kom inná kantinn fyrir Birki sem fór inn á miðjuna og hjálpaði liðinu að landa stiginu.Björn Bergmann Sigurðarson - (Kom inn á fyrir Alfreð á 88. mínútu) Lék of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira