Flúðaorka mun framleiða rafmagn úr jarðhita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2018 20:00 Fulltrúar verkefnisins við jarðhitaholuna á jörðinni Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Frá vinstri, Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri, Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti, Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku og Ruben Havsed, markaðstjóri Climeon fyrirtækisins í Svíþjóð sem sér um tækjabúnaðinn. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK. Orkumál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Mikil spenna er í Hrunamannahreppi fyrir nýju verkefni sem snýst um að framleiða rafmagn úr stórri jarðhitaholu á jörðinni Kópsvatni. Fyrirtækið Varmaorka sem stendur að verkefninu í samvinnu við heimamenn ætlar sér að reisa og starfrækja jarðhitavirkjanir á nokkrum stöðum á Íslandi. Holan gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Nú stendur til að fanga orku úr umframhita holunnar og framleiða rafmagn. Það er Flúðaorka og Varmaorka sem standa að verkefninu. „Við erum að tala um framleiðslu á rafmagni úr jarðhita úr lághita sem er nýjung á Íslandi, háhitinn hefur verið mest nýttur eins og flestir vita. Nú er tækifærið til að framleiða rafmagn á hverjum stað hjá heimamönnum en það er held ég eitthvað sem ansi margir hafa verið að bíða eftir. „Við erum að taka efsta hlutann, hita toppinn og framleiða rafmagn áður en þetta fer til húshitunar. Það er tækifæri sem ég held að fáir á Íslandi hafi áttað á sig á að yrði mögulegt. Nú er verið að gera þetta í fyrsta sinn úr lághitanum“, segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri Varmaorku sem vinnur verkefnið í samvinnu við Flúðaorku og Hrunamannahrepp.Holan á Kópsvatni gefur gefur 116 gráðu heitt vatn og 45 sekúndulítra. Búnaðurinn frá sænska fyrirtækinu Climeon gerir kleift að fanga orku úr umframhita úr holunni.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn af hverju er ekki löngu búið að gera þetta? „Þessi tækni hefur ekki verið til. Við erum að vinna með Sænskum aðila sem að framleiða vélbúnað sem gerir þetta kleift og það er að byrja hér á Kópsvatni í Hrunamannahreppi“, segir Rangar enn fremur. Mikil spenna og eftirvænting er hjá heimamönnum vegna verkefnisins enda nóg af heitu vatni í sveitarfélaginu. „Við erum að selja vatnið til Flúðaorku og fáum þar náttúrulega tekjur. Svo er þetta vonandi fyrsta skrefið í það að við sjáum um meiri rafmagnsleiðslu í sveitarfélaginu, kannski bara fyrir allt sveitarfélagið. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gaman að það skuli vera hægt að nýta hana hér“, segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Vonast er til að rafmagnsframleiðslan komi til að hefjast í haust en það rafmagn verður þá í fyrstu selt inn á kerfið hjá RARIK.
Orkumál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira