Lýsti áhyggjum af umræðu um stjórnmál á samfélagsmiðlum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra flutti sína fyrstu þjóðhátíðarræðu á Austurvelli í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni sem forsætisráðherra, gerði Katrín Jakobsdóttir tæknibreytingar og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðuna að sérstöku umræðuefni. Hún varaði við því að umræða á samfélagsmiðlum sem ekki megi spanna meira en 280 stafabil valdi því að dýpri stjórnmálaumræða eigi undir högg að sækja og að þessi þróun ýtti frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafi verið undirstaða lýðræðissamfélagsins séu orðin löstur en ekki kostur. Ekki er fyllilega skýrt hvort forsætisráðherra var að vísa til íslenskra stjórnmála sérstaklega með skýrskotun sinni til breyttra viðhorfa um samvinnu og málamiðlana, en flokkur forsætisráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ríkisstjórnarsamstarfs með flokkum sem hafa mjög ólíkar áherslur á sviðum skatta- og velferðarmála, umhverfismála og varnarsamstarfs á vettvangi NATO. „Mér finnst þetta mjög áhugaverðir punktar hjá henni því það er alveg tilefni til að hafa áhyggjur en svo hættir okkur líka til að mála skrattann á vegginn og segja að þetta sé allt að fara til fjandans,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um breytingar á stjórnmálaumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifa tæknibreytinga á þá.Eva Heiða Önnudóttir, köfun, köfunarskóli, köfunarnámskeið, kafari,Eva segir að frasar og yfirlýsingar stjórnmálamanna á samfélagasmiðlum hafa sáralítil áhrif á þá sem hafi raunverulegan áhuga á stjórnmálum og fylgist vel með. Rannsóknir sýni að áhugi á stjórnmálum hafi haldist frekar svipaður frá því mælingar hófust. Áhrifana kunni hins vegar mest að gæta hjá þeim sem hafi lítinn áhuga og fylgist ekki eins vel með og hinir áhugasömu, enda hafi slíkri orðræðu gjarnan verið beint að þeim hópi. „Það er alvarleg þróun sem ber að hafa áhyggjur af,“ segir Eva. Eva segir umræðuna um hnignandi stjórnmálaumræðu ekki nýja af nálinni og vísar til þess að fyrir nokkrum áratugum hafi pólitísk umræða einkum í Bandaríkjunum byrjað að þróast út í stutta frasa í ljósvakamiðlum en hún hafi fundið sér nýjan farveg vegna samfélagsmiðla þar sem menn geti, með stuttum yfirlýsingum, náð til miklu fleiri á skemmri tíma en áður. Þá komi frasaumræðan gjarnan með poppúliskum hreyfingum bæði til hægri og vinstri og nýlegar uppsveiflur slíkra hreyfinga séu ekki einsdæmi heldur falli þær og rísi í bylgjum. Aðspurð segir Eva að þrátt fyrir þetta séu engin merki um að gæði og dýpt í pólitískri umræðu eigi frekar undir högg að sækja nú en áður, enda hverfi slík umræða ekki þótt hitt bætist við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni sem forsætisráðherra, gerði Katrín Jakobsdóttir tæknibreytingar og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðuna að sérstöku umræðuefni. Hún varaði við því að umræða á samfélagsmiðlum sem ekki megi spanna meira en 280 stafabil valdi því að dýpri stjórnmálaumræða eigi undir högg að sækja og að þessi þróun ýtti frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafi verið undirstaða lýðræðissamfélagsins séu orðin löstur en ekki kostur. Ekki er fyllilega skýrt hvort forsætisráðherra var að vísa til íslenskra stjórnmála sérstaklega með skýrskotun sinni til breyttra viðhorfa um samvinnu og málamiðlana, en flokkur forsætisráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ríkisstjórnarsamstarfs með flokkum sem hafa mjög ólíkar áherslur á sviðum skatta- og velferðarmála, umhverfismála og varnarsamstarfs á vettvangi NATO. „Mér finnst þetta mjög áhugaverðir punktar hjá henni því það er alveg tilefni til að hafa áhyggjur en svo hættir okkur líka til að mála skrattann á vegginn og segja að þetta sé allt að fara til fjandans,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um breytingar á stjórnmálaumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifa tæknibreytinga á þá.Eva Heiða Önnudóttir, köfun, köfunarskóli, köfunarnámskeið, kafari,Eva segir að frasar og yfirlýsingar stjórnmálamanna á samfélagasmiðlum hafa sáralítil áhrif á þá sem hafi raunverulegan áhuga á stjórnmálum og fylgist vel með. Rannsóknir sýni að áhugi á stjórnmálum hafi haldist frekar svipaður frá því mælingar hófust. Áhrifana kunni hins vegar mest að gæta hjá þeim sem hafi lítinn áhuga og fylgist ekki eins vel með og hinir áhugasömu, enda hafi slíkri orðræðu gjarnan verið beint að þeim hópi. „Það er alvarleg þróun sem ber að hafa áhyggjur af,“ segir Eva. Eva segir umræðuna um hnignandi stjórnmálaumræðu ekki nýja af nálinni og vísar til þess að fyrir nokkrum áratugum hafi pólitísk umræða einkum í Bandaríkjunum byrjað að þróast út í stutta frasa í ljósvakamiðlum en hún hafi fundið sér nýjan farveg vegna samfélagsmiðla þar sem menn geti, með stuttum yfirlýsingum, náð til miklu fleiri á skemmri tíma en áður. Þá komi frasaumræðan gjarnan með poppúliskum hreyfingum bæði til hægri og vinstri og nýlegar uppsveiflur slíkra hreyfinga séu ekki einsdæmi heldur falli þær og rísi í bylgjum. Aðspurð segir Eva að þrátt fyrir þetta séu engin merki um að gæði og dýpt í pólitískri umræðu eigi frekar undir högg að sækja nú en áður, enda hverfi slík umræða ekki þótt hitt bætist við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent