Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:00 Donald Trump mun ræða við þingmenn Repúblikana um nýtt frumvarp sem myndi slaka á stefnu stjórnar hans. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kom fram í máli forsetans á viðskiptaráðstefnu fyrr í dag þar sem hann sagði nauðsynlegt að skilja börn frá foreldrum sínum sem hafi verið fangelsuð fyrir að hafa ólöglega farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Fjölmargir hafa fordæmt stefnu forsetans á síðustu dögum. Þannig lýsti utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray Caso, því yfir í dag að stefna Bandaríkjastjórnar væri í senn grimmdarleg og ómannúðleg. Fyrirhugaður er fundur Trump og þingmanna Repúblikana þar sem ræða á frumvarp sem myndi slaka á núgildandi stefnu stjórnarinnar. „Ég vil ekki að börn séu tekin frá foreldrum sínum,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó nauðsynlegt að fjarlægja börnin þegar foreldrar, sem hafi komið inn í landið með ólöglegum hætti, eru sóttir til saka. Forsetinn sagðist vilja binda enda á „krísunni við landamærin“ með því að veita landamæravörðum heimild til að „taka til fanga og fjarlægja“ heilu fjölskyldurnar sem hafi komið ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna. Talsmaður bandarískra yfirvalda segir að 2.342 börn hafi verið tekin frá 2.206 foreldrum á tímabilinu 5. maí til 9. júní. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, hafnaði í gærkvöldi fullyrðingum um að stöðvar þar sem börnum er haldið frá foreldrum sínum og Bandaríkjastjórn starfræki, líkist einangrunarbúðum nasista.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00