Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 21:29 Nikki Haley og Mike Pompeo á fréttamannafundinum í kvöld. Vísir/AFP Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“. Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Bandaríkin hafa dregið sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu greindu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra í kvöld. Haley sakaði á síðasta ári ráðið um hlutdræga afstöðu gegn Ísrael og að Bandaríkin myndu taka aðild sína að ráðinu til endurskoðunar. Sagði hún það hafa verið erfitt að sætta sig við að ályktanir sem hafi beinst gegn Ísrael hafi verið samþykktar, á sama tíma og ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. Þá sagði hún að Íran, „ríki með afleita sögu í mannréttindamálum“, ekki hafa verið nægilega gagnrýnt innan raða ráðsins. Á fréttamannafundinum í kvöld kallaði Haley ráðið „safnþró pólitískrar hlutdrægni“, en lagði jafnframt áherslu á að ákvörðunin þýði ekki að Bandaríkin dragi úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttindamála. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað árið 2006 og hefur oft verið gagnrýnt fyrir að veita ríkjum, sem hafi ítrekað gert sek um mannréttindabrot, aðild. Tilkynning Bandaríkjastjórnar kemur á sama tíma og uppi er hávær gagnrýni vegna stefnu hennar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem hafa farið yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti. Zeid Ra'ad, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt stefnu Trumpstjórnarinnar í málinu og sagt hana „svívirðilega“.
Donald Trump Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Mexíkó Sameinuðu þjóðirnar Venesúela Tengdar fréttir Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Bandaríkin íhuga að hætta þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Bandarísk stjórnvöld segja erfitt að sætta sig við að ályktanir sem beinast gegn Ísrael hafi verið samþykktar en ekki væri verið að íhuga neinar ályktanir gegn stjórnvöldum í Venesúela. 6. júní 2017 14:21
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. 19. júní 2018 21:00