Heiðskírt í vestfirskri umræðu Daníel Jakobsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun