Heiðskírt í vestfirskri umræðu Daníel Jakobsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um raforkumál á Vestfjörðum og landinu öllu er mikilvæg. Tómas Guðbjartsson leggur þar iðulega orð í belg og þykir mér hann stundum setja sig á háan hest gagnvart þeim sem eru honum ekki fullkomlega sammála. Fyrir honum virðist nú vera orðið aðalatriði í umræðunni dræm mæting á fund hans hér á Ísafirði fyrir stuttu og skrifar um það greinar. Til að ná árangri með umræðunni þarf fólk að vera reiðubúið til að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta á rök annarra sem eru ekki á sömu skoðun. Slík umræða er af hinu góða. Reyndar má halda því fram að tíminn fyrir þá umræðu um Hvalárvirkjun sé liðinn eftir meðferð Alþingis á virkjunarkostinum í Rammaáætlun II og ítarlegt samráðs- og kynningarferli í lögbundnu umhverfismati framkvæmdarinnar. Hlutverk Rammaáætlunar er að meta hugsanlega virkjunarkosti, bera þá saman og forgangsraða. Niðurstaðan hvað varðar Hvalá er sú að skynsamlegt telst að nýta hana. Á grundvelli þeirrar vinnu er búið að setja hundruð milljóna króna í þetta verkefni með það að markmiði að það verði að veruleika. Umræðan um Hvalá á þessum tímapunkti ætti því ekki að snúast um það hvort verði af Hvalárvirkjun, heldur hvernig má haga tengingum, línulögnum og öðru tilheyrandi þannig að það komi Vestfirðingum og landsmönnum öllum sem mest til góða.Mannanna verk raska náttúrunni Framtíð Vestfjarða stendur ekki og fellur með Hvalárvirkjun. Það er hins vegar augljóst að virkjunin mun gegna lykilhlutverki í auknu raforkuöryggi á Vestfjörðum og áhrifa hennar á flutning á rafmagni, sem er takmarkandi þáttur, mun gæta víða – meðal annars á Norðurlandi. Vissulega er það þannig að náttúru verður raskað vegna virkjunarframkvæmda. En þannig er það með öll mannanna verk. Í staðinn fáum við aukið rafmagn innan fjórðungsins sem er forsenda frekari atvinnuuppbyggingar hér. Við fáum samgöngubætur í Árneshreppi með vegi úr Ísafjarðardjúpi og vegbætur úr Árneshreppi suður til Hólmavíkur. Vegna framkvæmdanna kemur þriggja fasa rafmagn í hreppinn og ljósleiðari. Allt eru þetta verkefni sem hið opinbera hefur fram að þessu ekki treyst sér til að fara í. Gott aðgengi að fjölmiðlum Að lokum þetta. Það á ekki að gera lítið úr þeim sem vilja berjast fyrir umhverfinu og það á ekki að halda því fram að náttúra Vestfjarða sé einkamál okkar sem hér búum. En það á heldur ekki að gera lítið úr afstöðu heimamanna, jafnvel þótt hún sé á öndverðum meiði við skoðun Tómasar Guðbjartssonar eða annarra sem titla sig sérstaklega náttúruverndarsinna. Hver og einn tekur ákvörðun fyrir sig á sínum forsendum. Það hver heldur hvaða fund og hver mætir á hann er aukaatriði. Umræðan hefur sannarlega farið fram og enginn Íslendingur virðist hafa jafn gott aðgengi að fjölmiðlum og Tómas þannig að sjónarmið hans hafa svo sannarlega heyrst.Höfundur er hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun