Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn mynda meirihluta í Borgarbyggð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 14:52 Samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggst mjög vel fulltrúana. Vísir/Pjetur Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15