Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn mynda meirihluta í Borgarbyggð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2018 14:52 Samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna leggst mjög vel fulltrúana. Vísir/Pjetur Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn hafa gengið frá samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Er búist við því að samningurinn verði undirritaður strax eftir helgi. Samstaða er um að semja um áframhaldandi samstarf við Gunnlaug Júlíusson núverandi sveitarstjóra. Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta verður lagt undir fulltrúana og baklandið í dag,“ segir Lilja Björg. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili og hélt ekki eftir kosningarnar um síðustu helgi. Níu eru í bæjarstjórn og Framsóknarflokkurinn fékk fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Vinstri græn tvo og Samfylkingin einn. Saman eru flokkarnir því með fimm fulltrúa meirihluta.Lilja Björg Ágústsdóttir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í BorgarbyggðAðsentSpennandi kostur „Það er búið að funda svolítið stíft og þetta hefur verið í svona fínpússum síðustu daga,“ segir Lilja Björg. „Þetta gekk bara mjög vel og þetta samstarf leggst mjög vel í okkur. Við náum vel saman. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru í síðasta meirihluta og við höfum unnið náið með þeim sem eru efst í VG líka í gegnum fræðslunefndina og svona þannig að þetta lítur bara vel út. Það kom ekki upp neitt stórt ágreiningsmál.“ Lilja Björg segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að þessum meirihlutaviðræðum. „Um leið og úrslit kosninganna lágu fyrir þá hringdi ég í þessa aðila, Vinstri græna og Samfylkinguna.“ Hún segir að þetta hafi verið þeirra fyrsti kostur, Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað halda áfram samstarfinu við Samfylkinguna. „Við buðum VG að vera með, þau unnu mikið á í kosningabaráttunni og okkur fannst þetta spennandi kostur og treystum fólkinu.“ Lilja Björg vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málefnasamninginn fyrr en baklandið hafi farið yfir hann í kvöld.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15