Reglurnar verði líkari reglum á Norðurlöndum Sighvatur skrifar 4. júní 2018 08:00 Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað og auðvelda fyrirtækjum að starfa á milli Norðurlandanna. Vísir/ernir „Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira
„Norðurlöndin eiga að verða samþættasti byggingamarkaður í heimi“, segir í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Með því að fjarlægja viðskiptahindranir verði fyrirtækjum gert auðveldara að starfa á milli landa og markmiðið að Norðurlöndin verði í raun einn byggingamarkaður. Með þessu verði hægt að lækka byggingarkostnað. Þá verður lögð áhersla á samnorrænar rannsóknir á sviði byggingariðnaðarins. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir lög og reglur í byggingariðnaði geta verið mjög mismunandi milli landa. Þótt grundvallarreglurnar séu tiltölulega líkar sé samt heilmikill munur á regluverkinu, jafnvel milli Norðurlandanna þar sem regluverkið hafi þróast sértækt í hverju landi fyrir sig. „Ég fagna auknu og þéttara norrænu samstarfi á þessu sviði. Við hittum norræna kollega okkar reglulega þar sem við skiptumst á upplýsingum og skoðum hvar við getum samræmt reglur. Þannig erum við að sigla hægt og rólega í átt að meiri samræmingu tæknilegra reglna.“ Björn bendir líka á að við gerð byggingarreglugerðarinnar frá 2012 hafi verið horft mikið til Norðurlanda sem fyrirmyndar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna öllum umbótum sem auki samkeppnishæfni Íslands. Sigurður Hannesson. framkvæmdastjóri SI.„Samtök iðnaðarins líta því yfirlýsingu ráðherranna jákvæðum augum. Við höfum talað fyrir því að einfalda þurfi regluverk og gera alla framkvæmd skilvirkari en nú er og leggjum mikla áherslu á að atvinnulífið komi líka að þessari vinnu.“ Sigurður segir fyrirmyndir hægt að sækja til Norðurlandanna og nefnir Noreg sem dæmi. Þar séu gerðar mismunandi kröfur út frá flokkun mannvirkja og umfang eftirlits sé háð eðli byggingarinnar. „Aukið svigrúm í byggingarreglugerð gæti hvatt til frekari nýsköpunar og dregið úr kostnaði. Í reglugerðum sumra Norðurlandanna er almennt meiri sveigjanleiki en í okkar regluverki sem getur stuðlað að lægri byggingarkostnaði.“ Í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að fyrsta verkefnið verði að skoða aðgengismál sérstaklega. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og stjórnarmaður í Öryrkjabandalagi Íslands, segir stöðuna hér sambærilega við hin Norðurlöndin og jafnvel betri en til dæmis í Noregi. „Það var mjög stórt skref stigið með byggingarreglugerðinni 2012 sem hafði lengi verið beðið eftir. Við þurfum bara að fá það á hreint frá umhverfisráðherra hver útgangspunkturinn í þessari vinnu eigi að vera.“ Hann segir mikilvægt að markmiðum um lækkun byggingarkostnaðar verði ekki náð með því að draga úr kröfum um aðgengi að byggingum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Sjá meira