Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 10:05 Grenell var áður talsmaður sendinefndar Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og er enn samningsbundinn Fox-sjónvarpsstöðinni sem álitsgjafi. Vísir/EPA Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta hefur reynst vatn á myllu hægrisinnaðra andófshreyfinga í Evrópu. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hefur vakið athygli fyrir að segjast vilja efla slíkar hreyfingar í viðtali við bandaríska hægriöfgavefsíðu. Andúð á innflytjendum ásamt orðræðu gegn ríkjandi öflum var rauði þráðurinn í þeirri pólitísku sýn sem Trump boðaði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann varð forseti. Evrópskum flokkum með svipaðar áherslu hefur vaxið ásmegin víða í Evópu undanfarið. Þannig kusu til dæmis Slóvenar popúlístaflokkinn SDS sem er andsnúinn innflytjendum til valda í kosningum í gær. Á Ítalíu hefur verið mynduð ríkisstjórn popúlista og hægriöfgamanna. „Það er fjöldi íhaldsmanna um alla Evrópu sem hefur haft samband við mig til að segja að þeim finnist endurnýjun í gangi,“ sagði Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, við Breitbart, bandaríska öfgahægrivefsíðu.Óvenjuleg ummæli sendiherra Í viðtalinu lýsti Grenell hvernig hann vildi efla þessar popúlísku og íhaldssömu hreyfingar í álfunni. Lofaði hann meðal annars Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, sem sendiherrann lýsti sem „rokkstjörnu“. Íhaldsmaðurinn Kurz er í ríkisstjórnarsamstarfi við öfgahægriflokkinn Frelsisflokkinn. Ummæli Grenell þykja afar óvenjuleg fyrir sendiherra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata sem á sæti í utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, segir viðtal Grenell „hræðilegt“. Grenell hefði lofað honum að hann myndi halda sig utan við stjórnmál þegar hann tæki við sem sendiherra. Murphy segir að sendiherrar eigi ekki að „efla“ neina erlenda stjórnmálaflokka. Grenell tók við sendiherrastöðinni í byrjun maí en hann var skipaður af Trump forseta. Hans fyrsta verk var að virðast hóta gestgjöfum sínum með viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran. „Eins og Donald Trump sagði, refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu beinast að mikilvægum hlutum hagkerfis Írans. Þýsk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Íran ættu að hætta þeim aðgerðum nú þegar,“ tísti Grenell á fyrsta degi sínum í embættinu. Tístið féll í grýttan jarðveg hjá þýskum yfirvöldum og almenningi.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira