Lífið

Flughræddum rappara flogið til Egilsstaða: „Ég hélt ég myndi deyja“

Bergþór Másson skrifar
GKR á rúntinum með Kela eftir hræðilegu flugferðina.
GKR á rúntinum með Kela eftir hræðilegu flugferðina.
Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í vikunni en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Hér fyrir neðan má sjá fjórða þáttinn.

Gauti og föruneyti héldu tónleika í konungshöllinni á Karlsstöðum í Berufirði á föstudaginn, og áttu þeir ferðalangar svo erfitt með að kveðja Berufjörðinn, að þeir lentu ekki á Egilsstöðum fyrr en seinni partinn á laugardaginn. Strákarnir spiluðu síðan í Frystiklefanum á Egilsstöðum á laugardagskvöldið við góðar undirtektir.

Flughrædda rapparanum GKR var flogið inn sem leynigesti. „Ég hélt ég myndi deyja í flugvélinni áðan,“ sagði GKR er hann steig inn í bíl til trommarans Kela. „Mér líður smá eins og það séu allir rapparar á þessum túr nema ég, þessvegna ákvað ég að skella í smá línu,“ sagði Keli, sem er nú þekktari fyrir trommutakt en rímnasmíð, áður en hann fór með nokkrar rímur í bílnum, GKR til mikillar ánægju.

Eftir tónleikana endurnærðu strákarnir sig í náttúrunni með afslöppun uppi á hóli. GKR vildi setja hugleiðslu-yoga tónlist í græjurnar en Emmsjé Gauti var ekki til í það.

Í kvöld eru tónleikar í jarðböðunum á Mývatni. Gauti hefur spilað þar einu sinni áður og að hans sögn var „rugluð stemning í lóninu, ótrúlega skemmtilegur og öðruvísi staður“.

Hér að neðan má sjá fjórða þáttinn í þáttaröð Gauta.


Tengdar fréttir

Prinsinn krýndi Gauta konung kvöldsins

Næsti viðkomustaður Gauta á hringferð hans um landið var konungshöllin á Karlsstöðum í Berufirði þar sem Prins Póló og eiginkona hans ráða ríkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.