Myndi engu breyta Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2018 15:53 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. Hann hefur ekki beðið Monicu Lewinsky persónulega afsökunar, tuttugu árum eftir að samband þeirra skók heiminn og leiddi til þess að vantrauststillaga gegn honum var lögð fram á þinginu. Lewinsky var á þessum tíma starfsnemi í Hvíta húsinu. Þegar fregnir af sambandi þeirra bárust neitaði Clinton í fyrstu en viðurkenndi framhjáhaldið seinna meir. Þegar hann var spurður í morgun hvort hann myndi nálgast málið öðruvísi í dag sagði hann svo ekki vera „þrátt fyrir #MeToo hreyfinguna“. „Því fólk myndi notast við staðreyndir en ekki ímyndun. Ef staðreyndirnar væru þær sömu myndi ég ekki gera neitt öðruvísi,“ sagði Clinton í viðtali í þættinum Today á NBC. Forsetinn fyrrverandi var þar mættur til þess að kynna bókina The President is Missins sem hann skrifaði með rithöfundinum fræga James Petterson.Varðandi afsökunarbeiðni til Lewinsky sagðist Clinton hafa beðist ítrekað afsökunar með opinberum hætti og þar á meðal til Lewinsky. Hann hefði aldrei séð tilefni til að tala við hana persónulega og taldi hann ekki skulda henni afsökunarbeiðni. Clinton, sem einnig þurfti að eiga við sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir ljóst að ef Demókrati byggi í Hvíta húsinu væru umræður vegna vantrauststillögu þegar hafnar.„Ég held að ef hlutverkunum væri skipt, nú er ég bara að tala eftir minni reynslu, að ef Demókrati væri forseti og þessar sömu staðreyndir væru til staðar, flestir sem ég þekki í Washington trúa að vantrauststillaga væri þegar til umræðu.“ Rússarannsóknin svokallaða hefur leitt til 75 ákæra, fimm játanna og einnar sakfellingar. Bandaríkin Tengdar fréttir Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09 Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06 Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir hann myndi ekki breyta ákvörðunum sínum vegna framhjáhaldshneykslis þegar hann var forseti. Hann hefur ekki beðið Monicu Lewinsky persónulega afsökunar, tuttugu árum eftir að samband þeirra skók heiminn og leiddi til þess að vantrauststillaga gegn honum var lögð fram á þinginu. Lewinsky var á þessum tíma starfsnemi í Hvíta húsinu. Þegar fregnir af sambandi þeirra bárust neitaði Clinton í fyrstu en viðurkenndi framhjáhaldið seinna meir. Þegar hann var spurður í morgun hvort hann myndi nálgast málið öðruvísi í dag sagði hann svo ekki vera „þrátt fyrir #MeToo hreyfinguna“. „Því fólk myndi notast við staðreyndir en ekki ímyndun. Ef staðreyndirnar væru þær sömu myndi ég ekki gera neitt öðruvísi,“ sagði Clinton í viðtali í þættinum Today á NBC. Forsetinn fyrrverandi var þar mættur til þess að kynna bókina The President is Missins sem hann skrifaði með rithöfundinum fræga James Petterson.Varðandi afsökunarbeiðni til Lewinsky sagðist Clinton hafa beðist ítrekað afsökunar með opinberum hætti og þar á meðal til Lewinsky. Hann hefði aldrei séð tilefni til að tala við hana persónulega og taldi hann ekki skulda henni afsökunarbeiðni. Clinton, sem einnig þurfti að eiga við sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir ljóst að ef Demókrati byggi í Hvíta húsinu væru umræður vegna vantrauststillögu þegar hafnar.„Ég held að ef hlutverkunum væri skipt, nú er ég bara að tala eftir minni reynslu, að ef Demókrati væri forseti og þessar sömu staðreyndir væru til staðar, flestir sem ég þekki í Washington trúa að vantrauststillaga væri þegar til umræðu.“ Rússarannsóknin svokallaða hefur leitt til 75 ákæra, fimm játanna og einnar sakfellingar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45 Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09 Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06 Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Monica Lewinsky um MeToo: „Ég er ekki lengur ein og fyrir það er ég þakklát“ Monica Lewinsky segist standa í þakkarskuld við þær konur sem hrundu MeToo og Time's Up byltingunum af stað. 26. febrúar 2018 10:45
Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu. 14. september 2012 08:09
Munir úr eigu Moniku Lewinsky á uppboði Meðal muna sem boðnir verða upp eru svartur náttkjóll og bréf undirritað af Clinton til Lewinsky. 26. júní 2013 08:06
Hélt sjálfur framhjá meðan hann barði á Clinton Newt Gingrich, fyrrverandi forseti neðri deildara bandaríkjaþings, hefur viðurkennt að hafa sjálfur haldið framhjá eiginkonu sinni, meðan hann stýrði sókninni gegn Bill Clinton, fyrir samband hans við Moniku Lewinsky. Hugsanlegt er að Gingrich verði frambjóðandi repúblikana í komandi forsetakosningum. 9. mars 2007 16:51