Hægri umferð í 50 ár Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þess að skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 50 árum var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu. Slysum fækkaði umtalsvert í kjölfar H-dagsins öfugt við fullyrðingar andstæðinga þessara breytinga um hið gagnstæða. Ber þar án efa að þakka þeim sem báru hitann og þungann af undirbúningnum, en öflug vitundarvakning um umferðaröryggi varð í aðdraganda 26. maí 1968. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.Markmiðið að fækka slysum Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr. Öryggisaðgerðir Meðal öryggisaðgerða á þjóðvegum er að bæta merkingar enn frekar, til dæmis þar sem vegir liggja að einbreiðum brúm. Auk þess er markvisst unnið að því að fækka einbreiðum brúm. Þá þarf að eyða svartblettum, þ.e. ráðast í aðgerðir á svæðum þar sem slys hafa verið tíð. Dæmi um það er að lengja vegrið, laga vegfláa og bæta úr þar sem umhverfi vega getur verið skeinuhætt fólki ef t.d. bíll lendir út af. Þá er brýnt að fjölga stöðum meðfram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu. Nýjar eftirlitsmyndavélar Umferðaröryggisáætlun er sett fram með samgönguáætlun og nú er til skoðunar aðgerðaáætlun áranna 2018 til 2021. Eitt fjárfrekasta einstaka verkefnið nú er að endurnýja eftirlitsmyndavélar með ökuhraða og er gert ráð fyrir að kaupa nokkrar nýjar myndavélar á hverju þessara fjögurra ára. Undanfarin ár hafa verið skráð milli 20 og 45 þúsund brot á ári hverju og eykst fjöldinn í réttu hlutfalli við fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þá má nefna að innheimt sektarfjárhæð vegna hraðakstursbrota eftir myndavélaeftirlit nam 217-293 milljónum króna árin 2015-2017. Meira aðhald Unnið er að heildarendurskoðun umferðarlaga. Markmiðið er að stuðla enn frekar að umferðaröryggi en brýnt er að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið í samfélaginu á undanförnum árum. Umferðarsektirnar sem við fáum ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur veita okkur aðhald í umferðinni. Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum hefur tekið gildi. Lágmarkssektarupphæð er nú 20 þúsund krónur en var áður 5 þúsund krónur. Undantekning er þó sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðis, hún verður 10 þúsund krónur. Þá hefur sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækkað í 40 þúsund krónur. Það er dauðans alvara að virða ekki þessar reglur –sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur. Eftirlit og sektir ef við brjótum af okkur veita aðhald og eru til þess fallin að gera okkur að betri vegfarendum. Það er kjarni málsins þegar umferðaröryggi er annars vegar. Tímamót fyrir 50 árum H-dagurinn 26. maí 1968 markaði tímamót og nýja hugsun í umferðaröryggismálum hér á landi. Þökk sé þeim sem vörðuðu þessa leið svona vel til framtíðar. Fyrst og fremst er ábyrgðin samt hjá okkur sjálfum – við ráðum því sjálf hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þess að skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 50 árum var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu. Slysum fækkaði umtalsvert í kjölfar H-dagsins öfugt við fullyrðingar andstæðinga þessara breytinga um hið gagnstæða. Ber þar án efa að þakka þeim sem báru hitann og þungann af undirbúningnum, en öflug vitundarvakning um umferðaröryggi varð í aðdraganda 26. maí 1968. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Á þessu ári er áætlað að verja auknu fé til aðgerða á sviði umferðaröryggis. Aðgerðirnar snerta fræðslu og eftirlit með okkur ökumönnum, aðgerðir á vegakerfinu og rannsóknir á hegðun okkar í umferðinni.Markmiðið að fækka slysum Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér. Er þá sama hvert litið er. Eftirlit lögreglu nær þeim sem brjóta umferðarreglur og kennir okkur lexíu, fræðslan nær til allra aldurshópa vegfarenda og stuðlar að því að gera okkur að betri vegfarendum, aðgerðir og endurbætur á vegum miða að því að minnka áhættu og draga úr afleiðingum umferðarslysa og færa okkur vitneskju um hvar við getum bætt úr. Öryggisaðgerðir Meðal öryggisaðgerða á þjóðvegum er að bæta merkingar enn frekar, til dæmis þar sem vegir liggja að einbreiðum brúm. Auk þess er markvisst unnið að því að fækka einbreiðum brúm. Þá þarf að eyða svartblettum, þ.e. ráðast í aðgerðir á svæðum þar sem slys hafa verið tíð. Dæmi um það er að lengja vegrið, laga vegfláa og bæta úr þar sem umhverfi vega getur verið skeinuhætt fólki ef t.d. bíll lendir út af. Þá er brýnt að fjölga stöðum meðfram vegum þar sem ferðamenn geta stöðvað til að njóta landsins án þess að valda sjálfum sér eða öðrum hættu. Nýjar eftirlitsmyndavélar Umferðaröryggisáætlun er sett fram með samgönguáætlun og nú er til skoðunar aðgerðaáætlun áranna 2018 til 2021. Eitt fjárfrekasta einstaka verkefnið nú er að endurnýja eftirlitsmyndavélar með ökuhraða og er gert ráð fyrir að kaupa nokkrar nýjar myndavélar á hverju þessara fjögurra ára. Undanfarin ár hafa verið skráð milli 20 og 45 þúsund brot á ári hverju og eykst fjöldinn í réttu hlutfalli við fjölgun eftirlitsmyndavéla. Þá má nefna að innheimt sektarfjárhæð vegna hraðakstursbrota eftir myndavélaeftirlit nam 217-293 milljónum króna árin 2015-2017. Meira aðhald Unnið er að heildarendurskoðun umferðarlaga. Markmiðið er að stuðla enn frekar að umferðaröryggi en brýnt er að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið í samfélaginu á undanförnum árum. Umferðarsektirnar sem við fáum ef við erum staðin að því að brjóta umferðarreglur veita okkur aðhald í umferðinni. Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum hefur tekið gildi. Lágmarkssektarupphæð er nú 20 þúsund krónur en var áður 5 þúsund krónur. Undantekning er þó sekt við því að hafa ekki ökuskírteini meðferðis, hún verður 10 þúsund krónur. Þá hefur sekt fyrir að nota farsíma við stýrið án handfrjáls búnaðar hækkað í 40 þúsund krónur. Það er dauðans alvara að virða ekki þessar reglur –sektir fyrir að brjóta umferðarlög eiga að koma við kaunin á okkur. Eftirlit og sektir ef við brjótum af okkur veita aðhald og eru til þess fallin að gera okkur að betri vegfarendum. Það er kjarni málsins þegar umferðaröryggi er annars vegar. Tímamót fyrir 50 árum H-dagurinn 26. maí 1968 markaði tímamót og nýja hugsun í umferðaröryggismálum hér á landi. Þökk sé þeim sem vörðuðu þessa leið svona vel til framtíðar. Fyrst og fremst er ábyrgðin samt hjá okkur sjálfum – við ráðum því sjálf hvaða árangri við náum í umferðaröryggi og slysavörnum. Lítum í eigin barm.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar