Íslenskur dómari hækkaður upp um flokk hjá UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Vísir/EPA Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er að gera góða hluti í alþjóðadómgæslunni en á dögunum fékk hann beinan vitnisburð um góða frammistöðu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Vilhjálmur Alvar var þá hækkaður upp í annan flokk á UEFA lista dómara. Flokkarnir eru alls fjórir talsins eða elite, þrír, tveir og einn. Frábær frammistaða hans á lokakeppni EM U17 réði miklu um þessa „stöðuhækkun“ hans. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Vilhjálm því horft er til dómara í öllum aðildarlöndum FIFA þegar tekin er ákvörðun um hækkun um flokk og eru margir um hituna, en fáir útvaldir. Hækkun þýðir meira krefjandi leikir á alþjóðegum vettvangi svo það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Vilhjálmi. „Þetta mót er leiðin fyrir dómara sem koma ekki frá stóru þjóðunum að sýna hæfieika sína fyrir framan þá sem ráða dómaramálum innan UEFA. Þeir sem eru valdir á þetta mót eru dómarar sem hafa verið að standa sig vel í Evrópuverkefnum og UEFA vill skoða betur til þess að meta hvort þeir séu hæfir í að dæma í leikjum í Evrópudeildinni eða jafnvel Meistaradeildinni á næstu árum,“ segir Vilhjálmur í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Það var mikill heiður að fá að dæma leika Englands og Ítalíu og hvað þá undanúrslitin milli Ítalíu og Belgíu. Báðir þessir leikir voru frábær upplifun, ekki síst vegna gæðanna hjá leikmönnunum og fannst manni oft ansi magnað að þetta eru bara 17 ára strákar,“ sagði Vilhjálmur. „Þessir leikir eru kannski ekki þeir stærstu sem ég hef dæmt en þeir voru klárlega þeir mikilvægustu á mínum ferli,“ sagði Vilhjálmur. „Markmiðin eru að koma sér upp um styrkleikaflokk innan UEFA og í kjölfarið komast í það að fá verkefni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta eru raunhæf markmið ef ég held áfram á þeirri braut sem ég er á,“ sagði Vilhjálmur og bætti við: „Ég vona að á næstunni munum við sjáum íslenskan dómara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, hvort sem það verður ég, Þorvaldur eða einhver annar. Það er fyrsta skrefið að einhverju meiru,“ sagði Vilhjálmur en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er að gera góða hluti í alþjóðadómgæslunni en á dögunum fékk hann beinan vitnisburð um góða frammistöðu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Vilhjálmur Alvar var þá hækkaður upp í annan flokk á UEFA lista dómara. Flokkarnir eru alls fjórir talsins eða elite, þrír, tveir og einn. Frábær frammistaða hans á lokakeppni EM U17 réði miklu um þessa „stöðuhækkun“ hans. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Vilhjálm því horft er til dómara í öllum aðildarlöndum FIFA þegar tekin er ákvörðun um hækkun um flokk og eru margir um hituna, en fáir útvaldir. Hækkun þýðir meira krefjandi leikir á alþjóðegum vettvangi svo það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Vilhjálmi. „Þetta mót er leiðin fyrir dómara sem koma ekki frá stóru þjóðunum að sýna hæfieika sína fyrir framan þá sem ráða dómaramálum innan UEFA. Þeir sem eru valdir á þetta mót eru dómarar sem hafa verið að standa sig vel í Evrópuverkefnum og UEFA vill skoða betur til þess að meta hvort þeir séu hæfir í að dæma í leikjum í Evrópudeildinni eða jafnvel Meistaradeildinni á næstu árum,“ segir Vilhjálmur í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Það var mikill heiður að fá að dæma leika Englands og Ítalíu og hvað þá undanúrslitin milli Ítalíu og Belgíu. Báðir þessir leikir voru frábær upplifun, ekki síst vegna gæðanna hjá leikmönnunum og fannst manni oft ansi magnað að þetta eru bara 17 ára strákar,“ sagði Vilhjálmur. „Þessir leikir eru kannski ekki þeir stærstu sem ég hef dæmt en þeir voru klárlega þeir mikilvægustu á mínum ferli,“ sagði Vilhjálmur. „Markmiðin eru að koma sér upp um styrkleikaflokk innan UEFA og í kjölfarið komast í það að fá verkefni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta eru raunhæf markmið ef ég held áfram á þeirri braut sem ég er á,“ sagði Vilhjálmur og bætti við: „Ég vona að á næstunni munum við sjáum íslenskan dómara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, hvort sem það verður ég, Þorvaldur eða einhver annar. Það er fyrsta skrefið að einhverju meiru,“ sagði Vilhjálmur en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira