Íslenskur dómari hækkaður upp um flokk hjá UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Vísir/EPA Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er að gera góða hluti í alþjóðadómgæslunni en á dögunum fékk hann beinan vitnisburð um góða frammistöðu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Vilhjálmur Alvar var þá hækkaður upp í annan flokk á UEFA lista dómara. Flokkarnir eru alls fjórir talsins eða elite, þrír, tveir og einn. Frábær frammistaða hans á lokakeppni EM U17 réði miklu um þessa „stöðuhækkun“ hans. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Vilhjálm því horft er til dómara í öllum aðildarlöndum FIFA þegar tekin er ákvörðun um hækkun um flokk og eru margir um hituna, en fáir útvaldir. Hækkun þýðir meira krefjandi leikir á alþjóðegum vettvangi svo það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Vilhjálmi. „Þetta mót er leiðin fyrir dómara sem koma ekki frá stóru þjóðunum að sýna hæfieika sína fyrir framan þá sem ráða dómaramálum innan UEFA. Þeir sem eru valdir á þetta mót eru dómarar sem hafa verið að standa sig vel í Evrópuverkefnum og UEFA vill skoða betur til þess að meta hvort þeir séu hæfir í að dæma í leikjum í Evrópudeildinni eða jafnvel Meistaradeildinni á næstu árum,“ segir Vilhjálmur í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Það var mikill heiður að fá að dæma leika Englands og Ítalíu og hvað þá undanúrslitin milli Ítalíu og Belgíu. Báðir þessir leikir voru frábær upplifun, ekki síst vegna gæðanna hjá leikmönnunum og fannst manni oft ansi magnað að þetta eru bara 17 ára strákar,“ sagði Vilhjálmur. „Þessir leikir eru kannski ekki þeir stærstu sem ég hef dæmt en þeir voru klárlega þeir mikilvægustu á mínum ferli,“ sagði Vilhjálmur. „Markmiðin eru að koma sér upp um styrkleikaflokk innan UEFA og í kjölfarið komast í það að fá verkefni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta eru raunhæf markmið ef ég held áfram á þeirri braut sem ég er á,“ sagði Vilhjálmur og bætti við: „Ég vona að á næstunni munum við sjáum íslenskan dómara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, hvort sem það verður ég, Þorvaldur eða einhver annar. Það er fyrsta skrefið að einhverju meiru,“ sagði Vilhjálmur en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er að gera góða hluti í alþjóðadómgæslunni en á dögunum fékk hann beinan vitnisburð um góða frammistöðu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Vilhjálmur Alvar var þá hækkaður upp í annan flokk á UEFA lista dómara. Flokkarnir eru alls fjórir talsins eða elite, þrír, tveir og einn. Frábær frammistaða hans á lokakeppni EM U17 réði miklu um þessa „stöðuhækkun“ hans. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Vilhjálm því horft er til dómara í öllum aðildarlöndum FIFA þegar tekin er ákvörðun um hækkun um flokk og eru margir um hituna, en fáir útvaldir. Hækkun þýðir meira krefjandi leikir á alþjóðegum vettvangi svo það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Vilhjálmi. „Þetta mót er leiðin fyrir dómara sem koma ekki frá stóru þjóðunum að sýna hæfieika sína fyrir framan þá sem ráða dómaramálum innan UEFA. Þeir sem eru valdir á þetta mót eru dómarar sem hafa verið að standa sig vel í Evrópuverkefnum og UEFA vill skoða betur til þess að meta hvort þeir séu hæfir í að dæma í leikjum í Evrópudeildinni eða jafnvel Meistaradeildinni á næstu árum,“ segir Vilhjálmur í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Það var mikill heiður að fá að dæma leika Englands og Ítalíu og hvað þá undanúrslitin milli Ítalíu og Belgíu. Báðir þessir leikir voru frábær upplifun, ekki síst vegna gæðanna hjá leikmönnunum og fannst manni oft ansi magnað að þetta eru bara 17 ára strákar,“ sagði Vilhjálmur. „Þessir leikir eru kannski ekki þeir stærstu sem ég hef dæmt en þeir voru klárlega þeir mikilvægustu á mínum ferli,“ sagði Vilhjálmur. „Markmiðin eru að koma sér upp um styrkleikaflokk innan UEFA og í kjölfarið komast í það að fá verkefni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta eru raunhæf markmið ef ég held áfram á þeirri braut sem ég er á,“ sagði Vilhjálmur og bætti við: „Ég vona að á næstunni munum við sjáum íslenskan dómara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, hvort sem það verður ég, Þorvaldur eða einhver annar. Það er fyrsta skrefið að einhverju meiru,“ sagði Vilhjálmur en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira